03 nóvember, 2003

Helgin

Þessi helgi var troðin af atburðum. Ég flutti í íbúðina hennar vargs á meðan hún er í Evrópu hoppi. Það var óvissuferð á laugardaginn þar sem var gerð heiðarleg tilraun til þess að myrða mig. Síðan skellti ég mér í bíó með bróa á sunnudaginn, sem er hlutur sem hefur aldrei gerst að mig minnir.

En best að byrja á byrjuninni.

Ég er fluttur að heiman ( í þriðja skiptið ) ligga ligga lái.... bara í mánuð og fékk helling af húsreglum.
1. Verð að þrífa
2. Verð að vaska upp
3. Ekki fylla tölvuna af klámi
4. Ekki halda partí

Þannig að ef þið sjáið mig brjóta einhverjar reglur þá munið að láta ekki varginn vita!

Síðan var óvissuferðin.

Þetta var svo mikil óvissuferð að skemmtinefndin vissi ekkert hvert við vorum að fara og rútubílstjórinn var algerlega lost. En þetta reddaðist og við komumst á leiðarenda sem voru Indriðastaðir í Skorradal. Það var farið á fjórhjól. Ég var auðvitað svo góður að ég gerðist farþegi hjá deildarstjóranum yfir bókhaldsdeild.

Það er svo augljóst, þó að ég geti á engan hátt sannað mál mitt, að það var samsæri hjá bókhaldsdeildinni um að myrða mig. Ekki nóg með það að deildarstjórinn var alger glanni sem var að taka fram úr fólki, þótt að það var bannað, og tókst næstum því að velt hjólinu í tvígang. En þá tók ein starfsmaður bókhaldsdeildar sig til og keyrði aftan á okkur á fullri ferð og þá sá ég morðtilraunina. Deildarstjórinn tók þá snöggt í bensíngjöfina og við rukum af stað (eftir að það var búið að keyra á okkur), ég næstum því dottin af hjólinu en með snarræði þá tókst mér að ná góðu taki. En þá rauk deildarstjórinn niður brekku og endaði í einhverjum læk. Skjálfandi tókst mér að fara af hjólinu og já ég var heill á húfi. Ég komst lifandi, þennan dag, kannski verð ég ekki svo heppinn næst.

Deildarstjórinn brosti blíðlega og sagði að þetta hafi verið slys... yeah ræght. Mun fylgjast með tebollanum vel alla þessa viku!

Síðan var tekið upp flöskur af áfengum drykkjum og trallað fram eftir kvöldi.

Á sunnudaginn vaknaði ég furðuhress, enda orðin gamall og fór snemma í háttinn. Athugaði hvort að ég væri með alla útlimi og svo var. Síðan var skroppið í heimsókn til stóra bróðurins. Var spjallað lengi vel og sköpuð var persóna fyrir spunaspil sem tekið verður fyrir á næstunni.

Síðan var skelt sér í bíó á myndina "the Rundown" fín afþreyingarræma. En það merkilega er að ég man ekki eftir því hvort við höfum einhvern tíman farið í bíó tveir saman áður. Ánægjuleg tilbreyting.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli