04 nóvember, 2003

Prójekt SIVAR massi

Já eftir nokkra vikna umhugsunarfrest var tekin stór ákvörðun. Það var ákveðið að dempa sér í djúpu laugina og uppskera eftir því.

Það var farið í gær og tekið þetta stóra stökk, minna mátti það nú ekki vera.

Nú er ég eins og gömul kona. Haltra útaf harðsperrum í vinstri rasskinn... já vinstri rasskinn.... ekkert voða gaman.

En hvað gerði Sivar? Fór hann til einkaþjálfara? Fór hann í sund? Fór hann að æfa skvass?

Það er komin getraun og það eru vegleg verðlaun í boði sem giskar á rétt! Svar óskast í athugasemdakerfið (ef það virkar).

En það má bæta því við að Sivar pungaði út lítið kraftaverk út úr almættinu í þessu. Já... honum tókst að draga GEB með sér í Pjójekt SIVAR massi.

En annars var allur gærdagurinn lagður undir þetta. Eftir að ég og GEB vorum búnir að svitna og púla þá var farið í það að leita sér að einhverju til að borða. Eftir smá umhugsun þá var ákvað GEB að skella okkur í kringluna..... já kringluna af öllum stöðum! Við föttuðum seint að það var búið að loka öllum matsölustöðum svo að við fórum í burtu en þá kom í ljós afhverju almættið hafði dregið okkur í kringluna. Það var til þess að við gætum leikið Karlmenni, eða riddarana á hvítu hestunum.

Við komum tveimur kvenmönnum til bjargar. Þær höfðu lent í þeirri þvílíkri neyð sem við einir gátum bjargað. Það hafði sprungið dekkið hjá þeim. Nú auðvitað aðstoðum við þeim með því að skipta um dekk... en þegar annað dekkið var komið á þá kom í ljós að varadekkið var líka lint.

En okkur tókst samt að vera hetjum með því að skutla þessum tveimur kvenmönnum í eitthvað geim sem þær voru á leiðinni á! Fékk meira segja toblerone í þakkarskyni.

En hvað er ég að gera til að koma mér í form? Svar óskast.
Gzur er beðin um að halda sér saman!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli