Skapið mitt
Stundum held ég að ef Guð hefði skapað helvíti þá er jörðin og allt lífið hér það sköpunarverk. Stundum held ég að ég sé staddur í helvíti. Dimmt og drungalegur heimur þar sem þjáningar eru daglegt brauð. Þar sem siðmenninginn er bara blekking. Það sem ýttir okkur áfram sé sú staðreynd að það er kannski betra líf einhverstaðar framundan, en reyndin er sú að þetta mun ekkert batna... bara versna.
Hyldýpi vonleysis og dauða. Dauðinn er þá heillandi kostur. Ekki sjálfsmorð heldur að deyja, sofna, líða útaf, snöggt og fljótt. Að hverfa, hætta að hugsa, vona og þrá. Bara búið, endir. Að tómið eitt umlygi mig.
En það er samt sjaldan. Stundum er þetta lif eins og blessun. Kraftaverk sem væri hægt að horfa á og hugsa um til enda minna daga. Að hvert andartak komi með nýtt tækifæri, nýja von og nýja gleði. Þá langar mig að lifa í hundrað ár. Fylgjast með kraftaverki lífsins dafna, skapa sjálfur líf, upplifa allt sem hægt er að upplifa og nokkra hluti sem ekki hægt er að upplifa. Þá langar mig til þess að öskra af lífsins sálarkröftum TAKK og þakka þá sköpunarverkinu fyrir þetta tækifæri til þess að lifa.
En oftast er ég einhverstaðar á milli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli