14 nóvember, 2003

Vinskapur

Þegar ég var yngri þá voru vinir mínir leikfélagar. Ég skemmti mér vel með þeim og það var það eina sem skipti máli. Þegar ég var aðeins eldri þá voru það spilafélagarnir sem voru 1,2,3. Í framhaldsskóla þá voru það félagarnir sem maður gat talað við og sagt allt. Þeir komu með ráð og hugrenningar sem manni fannst vera hjálpleg.

Vinskapur er margþættur, það er oft hent frösum eins og "vinir eiga að skilja mann" " þeir eiga að vera til staðar þegar maður þarf á þeim að halda" "það er eitthvað sem heitir kunningi og annað sem heitir vinur, tvennt ólíkt" o.fl. o.fl.

Á seinni árum þá er ég búin að komast að því að vinátta er brothættari en maður býst við. Ein mistök, eitt rangt orð þá er vinskapurinn deyjandi. Það tekur oft vinskap langan tíma til að deyja en maður finnur það. Hvernig maður er hættur að treysta einstaklingnum, hvað maður hittir hann sjaldan og hvað maður er fjarlægur honum.

Stundum horfi ég í kringum mig og mér finnst ég vera umkringdur fólki sem skilur mig ekki, áttar sig ekki á mér og virðist ekki vilja gera það í þokkabót. Þá er ég einmanna, veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu og fyllist vonleysistilfinningu. Ég horfi þá á fólkið sem ég kalla vini mína og sé þá týnast til útlanda, þroskast í aðra átt og maður sér fram á það að missa tengslin við það.

En oft þá er ég umkringdur góðu fólki, fólki sem virðir mig og treystir mér. Fólki sem ég elska, virði og treysti. Þá er ég bjartsýnn, því ég veit að það mun standa með mér í gegnum vandræði og vesen. Ég veit líka að þetta ég á eftir að þekkja þetta fólk allt mitt líf.

Svo að þessi póstur er til heiðurs vina minna!

Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra

Var þetta nokkuð of corný? Ég var sko spá að setja "Þakka ykkur fyrir því án ykkar væri nú lífið dauflegra" en fannst það soldið skotið yfir markið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli