Sivar hinn fordómafulli
Ég lét fordómana mína hlaupa með mig í gönur í dag.
Ég var að ræða við einstakling í síma og var að kvarta við hann um 3 persónuna. Að mínu áliti hafði 3 persónan hegðað sér óeðlilega gagnvart viðskiptavini og vildi koma þeim kvörtunum á framfæri.
Ég og þessi einstaklingur ræddum í góðu tómi um þetta mál og komumst að þokkalegri niðurstöðu, að viðskiptavinurinn hafði misskilið ákveðna hluti. En ég var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði getað hegðað sér betur. Hann hefði átt að taka tíma, spyrja nánar út í hlutinn osfrv. Í staðinn fór hann bara eftir lagabókstafnum og var ekkert að útskýra eitt eða neitt fyrir manneskjunni. Á meðan hinn aðilinn var á þeirri skoðun að 3 persónan hefði hegðað sér fullkomlega.
Ég spyr hvort að mér leyfist að vera ósámmala og hann svarar mjög frunntalega og segir að hann eigi ekkert við mig að tala ef ég sé að saka hann um að skrökva. Ég reyni að koma fram mótmælum en hann skellir á mig.
Dagurinn er alveg ónýtur.... en hvað gerðist... afhverju bragst hann svona við. Hvað gerði ég vitlaust?
Og þá vaknaði það. Ég hef aldrei hitt eða talað við 3 persónuna, heyrt um hana og þær sögur eru miður fallegar, enga þjónustulund, dónalegur osfrv. Síðan þegar ég var að tala við einstaklinginn þá lét ég það í ljós að það færi þetta orðspor af honum. Hinn fór í vörn og verndaði sinn starfskraft (skiljanlega). Brást síðan reiður við.
Ef ég hefði ekki verið með þessa fordóma þá hefði ég kannski ekki látið þennan almannaróm koma í ljós. Samtalið hefði mjög líklega farið allt öðruvísi.
En eftir að hafa hugsað þetta þá er ég komin á þá skoðun að allir fordómar eru slæmir. Maður á aldrei hugsa/segja eða láta í ljós nokkuð neikvætt um 3 persónuna. Leyfa hverjum einum að dæma fyrir sjálfan sig.
Ætli þetta hafi verið skilaboð frá almættinu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli