08 nóvember, 2003

The Giant Wars

26 mans hópur gekk frá stóra hópnum og héldu útí nóttina. Þeir voru allir léttir til fara, án bakpoka og ónauðsynja. Þetta var hópur sem vissi að það var ólíklegt að þau ættu afturkvænmt. Þar glitti á nokkur tár hjá sumum en flestir báru þeir harm sinn í hljóði og litu ekki til baka.

Enkiadu leiddi hópinn áfram. Ég vona að guðirnir hjálpi okkur í þessari för. Við getum ekki fórnað fleiri þorpsbúum. Okkur verður að takast að lama hann, særa löppina hans. Ég vona að líkami minn rotnar fljótt svo að ég geti fundið fyrir náð guðanna.

Sara þurrkaði tárin úr augun sínum. Velja á milli hans og þessa. Hvernig getur einhver sagt og meint þetta? Hún minntist síðustu nóttina sem þau áttu saman, hvað hann hafi verið blíður og hvaða orð hann hafði hvíslað inní eyrun hennar. Þau áttu sér framtíð hafði hann sagt, ríðandi hlið við hlið. En það er allt búið. En ég veit, og guðirnir eru mín vitni, aðþetta er eitthvað sem ég verð að gera.

William leit til baka á stóra hópinn. Hann fann hvernig barkakýlið lyftist upp og niður. Óðs manns æði. Ekkert annað. Bara að hjálpa þeim með göldrum og svo fara. Hlaupa. Vona að hann myndi ekki ná sér. Ég hlýt að geta falið mig í myrkrinu. Það hljóta einhverjir að lifa þetta af. Einhverjir sem hann myndi frekar fara á eftir. Hann horfði á hópinn og hugsaði með sér á meðan hann labbaði hver myndi lifa þetta af, ef einhverjir myndu gera það.

Georg hugsaði með sér að honum fyndist það heldur leiðinlegt að geta ekki fengið eina kvöldstund með henni Söru áður en hann dræpist. Það væri helvíti leitt. Ég gæti kannski náð einum kossi áður en við förum í hann. Það væri helvíti gott.

2 klukkutímum og einhverjum mínútum seinna.

Enkiadu leit á risann þar sem hann stóð á hólnum. Blóðið lak úr honum á svo mörgum stöðum að hann gat varla talið þá. Fleiri tugi örva stóðu út úr andliti og háls hans. Þar sem vinstra augað hafði verið var nú bara gapandi tóft og úr hægra auganu lak glær vökvi, það var nokkuð augljóst að hann var blindur og kraftaverk guðanna myndi ekki bjarga sjóninni hans. En það ótrúlegasta var að hann stóð ennþá. Síðast verk Jonash var að reka spjóti í gegnum vinstra hnéð á honum og hægri löppin leit meira út eins og saxað hrátt kjötstykki heldur en löpp á lifandi, standandi veru.

Risinn lyfti upp hægri hendi og setti hana upp að enni. Hvað er hann að gera hugsaði Enkiadu með sér og áttai sig á þvi að hann var að heilsa að hermannasið. Risinn seig svo niður á annað hnéð og féll svo fram fyrir sig og lenti með miklum dynki á andlitið. Equi þakkaði guðunum fyrir þennan mikla sigur sem þeir höfðu fært þeim þessa nótt.

Bardaginn hafði verið blóðugur. Það safnaðist saman 18 manna hópur yfir risanum og glöddust yfir sigrinum.

Fundu síðan lík Georgs þar sem hann hafði getað hlaupið nokkur hundruð metra út i nóttina þrátt fyrir handamissinn en misst svo meðvitund og blætt út.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli