Makaþörf
Þetta orð sem er hérna fyrir ofan á eftir að vera mikið í umræðunni eftir nokkur ár. Það eiga fræðimenn eftir að ræða um þetta orð og hvað það merkir. Ég hef nú ekki heyrt um það áður svo að hér kem ég fyrst með þetta (ef einhver veit betur þá getur hann sá sami haft samband og kvartað).
Hvað er þetta? Þetta er þörfin til þess að finna sér maka. Þörfin fyrir það að maður sé hluti af einhverri heild, þörfin sem kemur upp þegar maður kemur heim og vill að einhver taki á móti sér, þörfin fyrir það að hjúfra sig upp að einhverjum áður en maður fer að sofa, þörfin fyrir að hafa einhvern til þess að skiptast á gleði og sorg, þörfin fyrir að einhver sé til staðar þegar manni lýður illa, þörfin fyrir að ala upp börn og þörfin fyrir kynlíf.
Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en þetta gefur ykkur góða mynd af því hvað makaþörf er.
Ég held að allir hafi þessa þörf en það er hægt að fullnægja henni með ýmsum leiðum. Það er hægt að fá sér gæludýr, bólfélaga, kíkja á djammið og finna sér kjöt, ofl.
En þessi þörf er bara fullnægð með aðila sem er tilbúin að skuldbinda sig. Ég er ekkert að tala þá um að einstkalingarnir giftast og búa saman alla eilífð heldur eru saman í nokkurn tíma. Það er ekki spurning að með því að gera það þá færðu mun meira úr sambandi en ef það sé í stuttan tíma.
Þýðir þetta að Sivar sé á höttunum á eftir maka? Ég er nú ekki orðin það desperate, en það koma stundum tímar þar sem ég sakna þess að hafa ekki maka.
(ætlaði að skrifa meira... en ég það kom soldið upp á... ég er að fara til brussels! Víííííííííiíi... sjit mar... ég titra af geðshræringi... úúúú...)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli