27 nóvember, 2003

Komin heim.

Í gær var ákveðið að skella sér á góðan matsölustað. Þegar þar var komið fór ég í það að panta mér ostrur, froskalappir, fashana og snigla.

Fashaninn var ekkert sérstakur, ostrurnar voru hálf bragðlausar en froskalappirnar og sniglarnir voru æði! Fá mér svoleiðis attur!

Í dag skrapp ég á Tinna safnið og fannst það gaman. Safnið var soldið gamalt og hefði mátt vera sett skemmtilegra upp. En það var marg áhugavert þarna og þótt að allt hafi staðið á frönsku þá bjargaði ég mér og náði innihaldinu.

Síðan var farið í neðanjarðarlest og reynt að bjarga sér heim.... til hvers að nota kort þegar maður hefur hyggjuvitið.... en eftir smá hringavitleysu þá endaði ég á hótelinu á góðum tíma. Farið í taxa.. flugvél... bið... flugvél....

Gott að vera komin heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli