02 október, 2003

Djamm og drykkja

Ég komst líka að því í ferðinni að ég er orðin gamall. Ég nenni ekki lengur að djamma, það var eitt kvöld þar sem var ákveðið að fara í bæinn í Ljublana og fara á einhverja klúbba. Mig langaði ekki að fara. Ég hugsaði um djamm... hávaði, drykkja, höslpælingarnar, sígarettufnykinn, dansinn og það heillaði mig ekki. Þannig var þetta líka í Eistlandi.

Þannig að ég varð eftir og sat á pöbbinum á hostelin og fékk mér tvo bjóra og hékk með einhverjum ferðalöngum.

En hvað er það við einstaka hluti sem ég fíla ekki
Hávaði: Að geta ekki talað við næsta mann án þess að öskra.
Drykkja: Að vera veikur daginn eftir og jafnvel nokkra daga.
Höslpælingar: Allt í lagi að horfa á flottar stelpur... en þegar maður blandar drykkju og greddu saman við þá fer maður að hugsa um hösl og það er bara að verða leiðinlegt.
Sígarettufnykinn: Að koma heim og lykta eins og gamall.... (arrrrggghh.. man ekki orðið... dótið sem maður drepur sígarettur í.. urrr... hata heila).
Dansinn: Troðningurinn.. að maður geti ekki dansað eins og maður vill án þess að einhver verður pirraður... að það er alltaf einhver sem vill fá meira plás en ég vill láta hann hafa.

Þannig að ég er orðin gamall.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli