Ræktin og hár undir höndum
Jæja. Project Sivar massi er að fara í gang. Hef nú farið tvisvar í ræktina... takið eftir ég sagði ræktina... fyrst fór ég að lyfta og tók þá efri líkamann.
Fór í bekpressu, tók 50 kg. Get hækkað mig í 55, jafnvel 60 ef einhver myndi spotta mig. Síðan í gær þá skellti ég mér í skvass og tók hann Óla í bakaríið. Fékk nú engar harðsperrur eftir það, en það var nú helv.. gaman.
En nú er ég að fara leggja í Project Sivar massi. Spurningin sem ég er að velta fyrir mér er hvernig á ég að fara að því? Á ég bara að mæta í leikfimi 3svar í viku og taka á því eða á ég að gera eitthvað annað.
Eins og hvað?
1. Fá mér einkaþjálfara, sem myndi taka mataræðið mitt í gegn.
2. Mæta oftar og fara þá í brennslu.. mæta kannski á morgnanna tvisvar í viku.
3. Fara í tíma.
4. Raka mig undir höndunum.
Já þetta síðasta er frekar merkilegt. Ég hef tekið eftir því að þessi gallhörðustu raka sig undir höndunum. Þannig að ef ég ætla skella mér í Project Sivar Massi þá væri það "eðlilegt" að raka sig undir höndunum. Nú það væri til þess að losna við þessa hryllilegu lykt (sem ég finn ekki) og til þess að þetta flækist ekki fyrir þegar maður er lyfta (halló!!! hvað eruð þið með langt hár þarna undir) og svo maður er ekki ósmekklegur þegar maður er í ermalausum bol (er hár undir höndunum ósmekklegt).
Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli