27 október, 2003

Draumfarir

Ég ætlaði að skrifa meira um kvenmenn... en það koma soldið upp á í nótt. Ég langaði að segja meira um það heldur en að tala um hitt kynið (það líka virðist ekkert vera rosaleg vinsælt).

Ég horfði á “Signs” rétt áður en ég fór að sofa í gærkvöldi. Þegar ég var búin að leggjast upp í rúm þá átti ég mjög erfitt að festa svefn. Ef ég sofnaði þá vaknaði ég stuttu seinna eftir einhvern sýrðan draum.

Draumarnir. Þeir voru þó nokkrir og allir mismunandi. Eftir hvert svefnrof breytist þema draumana. Stundum var þetta alger martröð en oft var þetta bara sýrður draumur.

Í einum draumnum var ég að rannsaka hverjir voru geimverur og hverjir ekki. Geimverurnar klæddust mannslíkömum sem þeir höfðu klónað. Þeir tóku ekki beint hlutverk einstaklinga í þessum heimi (eins og í invasion of the body snatchters) heldur bættu þeir bara sér við. Voru bara gangandi á milli manna í líkömum sem þeir áttu. Einhvers konar hamur. Ég var að rannsaka hverjir voru geimverur.. þegar ég var búin að komast að því hver var geimvera þá gerði ég ekki neitt. Ég bara tók mynd og lýsti einstaklingnum og fór að leita að næsta.

En í öðrum draum þá var ég búin að höstla stúlku og var að klæða hana úr fötunum og sá þá að hún var með typpi (hvað er þetta með mig og karlmannsgetnaðarlimi í draumum). Mér brá og þá sá stúlku að eitthvað var að, hún leit niður og sagði “þetta á ekki að vera hérna”. Þá fattaði ég að þetta var geimvera. Stökk á hana og fór að kyrkja hana. Geimveran fékk svona svip sem sagði “dóh!!! Ohhh well... gengur betur næst”.
En ég vaknaði þegar ég fann að barkarkýlið lét undan þrýstinga handa minna.

Lá upp í rúmi í smá tíma hugsandi um þenna draum. Var ekkert sérstaklega skemmt yfir honum.

Þannig hélt þetta áfram í alla nótt. Er að upplifa þreytu og hræðslu um mína eigin geðheilsu.

Heilræði: Ekki horfa á Signs rétt áður en maður fer að sofa!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli