Afbrýðissemi og Öfundsýki
Ég er byrjaður að taka eftir þessum þáttum mun meira í fari mínu en ég gerði áður.
Ég stundum er alveg farast af öfundsýki.... afbrýðissemin virðist samt bara koma upp þegar maður er í sambandi við hitt kynið.
Ég öfunda fólk sem getur verið í sandölum. Fyrst var ég fúll þegar ég frétti það að ég þarf að punga út 5000 kr meira fyrir sandala heldur en fólk sem er með "venjulega" fætur, síðan fór ég að grínast með þetta. En um daginn þá uppgvötaði ég það að ég öfunda fólk af sandölunum sínum og þegar ég hefði verið að grínast með þetta þá var það bara til þess að eyða þessari öfund.
Í gær uppgvötaði ég það að ég var reiður út í fólk sem getur verið á MSN-messenger. Ég gat það fyrir nokkru en eftir að einhver svartur sauður hékk á þessu í sífellu í vinnunni þá var þetta tekið af öllum... kannski skiljanlega. En ég er samt fúll.. þegar maður fær fréttir af því að fólk er að spjalla saman, búa til áætlanir í sambandi við framtíðina, segja brandara, skiptast á fréttum osfrv, þá gleðst ég ekki yfir því heldur verð ég fúll. Finnst eins og það sé verið að skilja mig eftir útundan, ég fæ ekki að taka þátt af ásettu ráði.
Og ég öfunda fólk sem veit hvað það vill gera í framtíðinni, fólk sem er ástfangið og gift, fólk sem á börn, fólk sem er að fara til útlanda, fólk sem er í útlöndum, fólk sem fær meiri laun en ég, fólk sem á bíl, fólk sem á góða tölvu, fólk sem er trúað, fólk sem er ekki trúað, fólk sem hefur ekki lent í einelti, fólk sem á auðvelt með samskipti við annað fólk, fólk sem er fallegt, fólk sem er massað, fólk sem er alveg sama um útlit sitt, fólk sem þarf ekki að vinna, fólk sem fílar vinnuna sína í botn o.fl. ofl.
Afbrýðiseminn brýst samt út í meiri sjúkleika heldur en þetta. Það er bara hluti af mér og ég virðist vera að ná tökum á því....
En ég vil ekki þurfa að berjast við öfundsýki né afbrýðissemi. Þetta eru slæmir hlutir og eru bara með niðurrifsstarfsemi. Eitthvað sem ég vil losna við. Er það ekki sagt að fyrst skref á því að leysa vandamál sé að viðurkenna það
Ég heiti Sivar og ég er Öfundsjúkur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli