24 október, 2003

Sjálfsvirðing kvenna

Ég skil ekki kvenfólk (og fer þá í röð 97% karlmanna). Ég tel mig vera skilningsríkan mann og get sett mig í spor fólks.

En nú er ég agndofa. Furðulegar verur þetta kvenfólk.

Ég hef heyrt marga segja að konur séu mjög ólíkar karlmanninum. Ég er þessu algerlega ósammála. Þær hafa eiginlega sömu hugsanir, þrár og bregðast mjög líkt við áreiti.

En það er eitt sem ég skil ekki. Hjálparleysið hjá þeim.

Ég var staddur í bíó um daginn og þar var svona kælir með helling af gosflöskum. Ein gosflaskan var hallandi að glerinu og ef einhver hefði opnað kælinn ógætilega þá hefði gosflaskan dottið niður. Ein stelpa ætlaði að opna kælinn, tók svo eftir þessu og sá hvað mundi gerast... en hvað gerir hún? Hún hnippir í næsta karlmann sem opnar kælinn og teygir sig inn og nær flöskunni.

Stelpa horfir á tölvuna sína og sér að eitthvað klikkar. “Sivar, geturðu komið og hjálpað mér” Maður stekkur af stað og veit ekkert hvað er að en eftir smá fikt þá er allt komið í lag.

WHAT THE FUCK!

Eru karlmenn eitthvað betri í það að bjarga gosflöskum? Eru karlmenn betri bílstjórar? Eru karlmenn betri í því að skrúfa skrúfur? Eru karlmenn betri í því að fikta?

Hvað er með þetta hjálparleysi? Ég veit að karlmenn eru búnir að kúga konuna í mörg hundruð ár og það tekur tíma fyrir að ná jafnrétti, en það væri gaman að sjá konurnar í kringum mig sína smá dug og þor. Ekki vera að biðja um hjálp þegar hún sjálf getur reddað sér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli