22 október, 2003

Draumaástand

Ég er að ganga inní nýtt draumaphase. Þetta virðist gerast með reglulegur millibili hjá mér.

Í nótt dreymdi mig nokkuð góðan good fíling draum. En ég man hann ekki núna. Þessar aðferðir sem ég nota til þess að muna draumana tókst ekki í morgun. Fúlt.

En þegar ég vaknaði var ég í ágætu skapi. Var ekkert óhress eða neitt þannig.

Mér finnst draumar skemmtilegir. Ég hef gaman að tala um þá, upplifa þá og muna eftir þeim. Ég hef svona lúmst gaman að martröðum, þó að ég fíli ekki að vakna með þá tilfinningu að eitthvað slæmt mun koma fyrir mig ef ég held áfram að sofa eða einhver sé fyrir utan gluggan hjá mér að horfa inn.

Eru draumar bera einhverjir tilvikjunarkend rafboð í heilanum sem kemur af stað hugsunarferli sem er eðlilegt í svefni, flestir muna ekki eftir þessu ferli nema ef þeir eru vaktir á vissum stigum svefnsins. Eða eru þetta hugsanir um leynda þrár eða drauma sem maður er búin að halda í undirmeðvitundinni. Eða eru þetta sýnir um framtíðina sem eitthvað afl sem við höfum enga skilgreiningu á er að reyna sína okkur.

Ég hallast nú að fyrstu skýringunni, en hún er ekki eins spennandi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli