Helgin
Ég vanalega skrifa ekki mikið um helgar aktifítí hjá mér en maður má nú breyta til!
Helgin byrjaði ágætlega, strax eftir vinnu hitti ég tvo vini mína og við ræddum um ýmis mál yfir kaffibolla (satt að segja var engin að drekka kafffi en það er bara svo óþjált að segja "ræddum um ýmis mál yfir te og kakóbolla og gosglasi"). Á meðan við vorum að spjalla saman þá var einn gaur í einhverjum vandræðum með bílinn sinn fyrir fram kaffihúsið og endaði það með því að hann fór út úr bílnum.. gleymdi að setja hann í handbremsu og missti bílinn ásamt kerru á bíl eins vinar míns sem sat með mér á kaffihúsinu. Bíllin hans skemdist eitthvað lítisháttar og maðurinn var elskulegur að láta vin minn fá símanúmer.
Eftir þessa hressandi kaffihúsaferð var ferðinni haldið til Vinnigael, þar sem söguhetjurnar voru að ferðast með spilltum kaupmanni. Höfðu verið leigðar til þess að vernda kaupmanninn frá stigamönnum. Ferðin sóttist seinlega og ýmsir atburðir gerðust. Menningar árekstrar voru tíðir, vissu ekki siði landana sem þeir voru að ferðast í gegnum, nokkrir lentu í fangelsi fyrir það eitt að reyna að fá konu til þess að sænga með sér. Komust að því að kaupmaðurinn væri mjög illur en gátu ekkert gert í þvi vegna þess að þeir voru með það starf að gæta hans. En það kom til þeirra kona sem sagði að væri á flótta frá yfirvöldum útaf því að hún væri að berjast við þrælasala. Þeir ákváðu að vernda þessa konu og hjálpa henni til þess að flýja.
Þegar þeir komust á áfangastað þá reyndi kaupmaðurinn að hneppa þá í þrælahald en konan sýndi sitt sanna andlit. Hún kallaði á þjóna sína, sem voru einhverjir frumstæðir ribbaldar og gangandi dauðir menn, sá hópur slátraði varðmönnum kaupmannsins. En þá voru söguhetjur okkar komnir í vandræði vegna þess að hópurinn sem hafði bjargað þeim var verri heldur en kaupmaðurinn og hans hyski. En þeim var leift að ganga burt frá þessum ógnum. Héldu heim, þreyttir bugaðir en klyfjaðir fjarsóði og gulli (blóðpeningar?).
Ég kvaddi söguhetjur vorra um sex leytið aðfaranótt laugardags. Fór heim og sofnaði. Vaknaði til þess að fara á vakt í L-12 búðinni, gekk það ágætlega. Fór svo um kvöldið á bjórkvöld hjá Padeiu.
Ég ákvað að mæta seint, langaði ekki að vera fyrstur þar sem ég er gamli kallin í hópnum og kíki á bjórkvöld með þeim af gömlum vana. Ég mætti seint... en var fyrstur. Það var nokkuð fámennt en fín hópur var þar á ferð. Ég drakk bjór, fékk mér nokkur skot og dansaði.
En það er ekki gaman að fara á djammið, ekki nóg með sígarettureykurinn fer hriklega í mig og tónlistin var leiðinleg. Það sem var verst voru stelpurnar. Já þessi stöðugapressa um að reyna við fólk, reyna að ná kontakti osfrv. er alveg að fara mig. Ég nenni því ekki lengur.
Síðan á sunnudaginn fór ég í bíó á Stórmynd Grísla, sem var nokkuð skemmtileg mynd, fílaði hana í ræmur. Tók tvær frænkur mínar með og ég held að ég hafi skemmt mér betur. Síðan um dormaði ég upp í rúmmi þangað til um kvöldið og fór þá í leikhús á "Puntila Bóndi og matti vinnumaður" helvítis leiðindi og ég fór út í hléi. Fannst þetta vera tímasóun. Fór bara beint í bíó á Intorable Cruelty, fína ræmu.
Þetta var barasta fín helgi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli