09 október, 2003

Snilli gáfa (smá öfund)

Nú ætla ég aðeins að tala meira um öfund. Ég fann gaur (bókstaflega) á huga.is sem er hreinn og tær snillingur!

Auðvitað öfunda ég þann mann.. hann hefur þrælskemmtilegan rithátt. Hérna eru pistlarnir hans. Þetta er ekki þægilegasta lesning en ef þér tekst að komast í gegnum eina grein og hefur gaman af henni þá ertu komin í tæri við snilligáfu.

Það er ekkert endilega það sem hann segir sem er frábært heldur er það hvernig hann segir það og það er oft eins og það sé bara bein lína á milli þess sem hann hugsar og það sem hann skrifar.

Ef þú fílar hann ekki þá getur lesið commentin sem koma alltaf á hann og verið sammála þeim.

Annars má segja að ég er komin með nýja hugmynd af sögu sem er öruglega ein sjúkasta sagan mín hingað til. (Mr. Skinner hvað....)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli