29 september, 2003

Sjálfsmynd

Það er stundum ótrúlegt hvað sjálfsmynd mans getur verið skökk. Ég kynntist því í ferðinni minni. Atburður sem fáir tókur öruglega eftir en var svo merkilegt í mínum augum að ég er ekki ennþá að átti mig á þessu.

Ég var stattur á tónleikum Sidharta þegar vinkona Leifs sneri sér að mér og bað mig um að taka sig á háhest. Ég hváði og þá gaf hún það til kynna að ég væri stærstur og eitthvað sterkur.

Þetta gerði mig undrandi. Ég??? Ég alltaf horft á mig sem hálfgerðan væskil. Þegar ég var lítill var ég alltaf valin síðastur í fótboltaliðið, var ekki snöggur að hlaupa og var ekki góður í líkamlegur athöfnun. Síðan var sjálfsýmindin dregin í gegnum skít og svínari á gaggó árunum og hefur alltaf verið sú sama. Ég er væskill. Ég hef líka ekkert skammast mín fyrir það.... það hefur bara verið hluti af mér.

Síðan var þarna stúlka sem hafði aldrei hitt mig áður og fannst að ég væri nógu sterkur til þess að taka hana á háhest. Leit ekki á Leif (sem ég held að sé mun sterkari en ég) heldur á mig.

Það fannst mér mjög spes.... þannig að kannski þarf sjálfsímynd mín að breytast

Segir einn sem ætlar að kíkja á chokkóboli á eftir ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli