26 september, 2003

10. Kafli.
Reykjavík

Jæja. Þá er maður komin heim og búin að vera heima í nokkra daga. Þetta hefur verið ágæt heimkoma. Fór strax að vinna og það var ekki eins erfitt og ég bjóst við. Sitja bakvið skrifborð og ýminda sér Alpana.

En mig langar svo að fara til útlanda og er hræddur um að festast í einhverju daglegu lífi hérna heima. Fara í vinnu.. fara heim.. horfa á sjónvarp... osfrv. Mig langar ekki að festast í því... en hvernig get ekki gert það... er það ekki óhjákvæmilegt að festast í svoleiðis rútínu?

Fór á fund hjá Buslinu í gær og fannst hann allt of langur... en svona er þetta bara.. lítið hægt að gera í því...

þannig að með þessari færslu þá endar ferðalagið mitt.

Á næstu dögum mun ég skrifa aðeins um það sem ég lærði á þessari ferð, hvað ég komst að í sambandi við mig... ætla að reyna að horfa á þetta ferðalag í svona retróspekti (er það orð til???)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli