25 september, 2003

9.kafli
Urbino

Nú er ég eiginlega að svindla því að ég er þegar komin heim. En ég nennti ekki að blogga þar sem ég var þá ætla að ég aðeins að segja frá minni dvöl í Urbino.

Urbino er háskólabær nálægt Rimini, best varðveittasti miðaldarbær í Evrópu, fæðingarstaður Rafael og staður mikill listar og arkitekturs. Ég var ekkert að spá í því og eytti tímanum mínum í að labba um bæinn, skoða útsýnið, finna mér stað til þess að setjast niður og lesa bók (önnur bókinn í Wheel of time seríunni, fín bók.. skárri en sú fyrsta), og hanga með Bryndísi.

Þetta voru rólegir dagar, eyttir í rölt og afslöppun.

Síðan hélt ég heim. Tók rútu til Róm, lest á flugvöllin... komst svo að því að þetta var rangur flugvöllur og tók leigubíl á þann rétta, flug til London og svo flug heim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli