6. kafli
Siðasti dagurinn i Sloveníu
Eg vaknaði snemma og Babi (amman) tok a moti mér. Gaf mér að borða og spjallið eitthvað við mig. Gerði grín af Leif af því að hann svaf svo mikið.
Raggi kom stuttu seinna og borðaði með mér. Eftir matin var okkur boðið að fara í sveppatýnslu sem við þáðum, í þetta skiptið fann ég ekki neitt en Raggi var rosalega heppin og fann helling.
Síðan eftir smá göngu var farið og þá var hann Leifur komin á fætur, við fórum þá til bæjar sem heitir Bled og skoðuðum þar kastala. Nokkuð flottur, er á háum kletti rétt við vatn. Mjög myndrænn. Auðvitað frábært útsýni þaðan, staddur í ölpunum.
Síðan var Anja kvödd og við héldum heim á leið. Við keyrðum til Salzburg í Austuríki og fórum í gegnum Alpana, mæli með því. Í Salzburg stoppuðum við á mexíkönskum veitingastað og fengum okkur í goggin. Ég fékk mér frábæran kjulla. Síðan tók ég við akstrinum
Ég tel mig ekki vera góðan bílstjóra og var frekar óöruggur á leiðinni. En eftir smá tíma var maður byrjaður að keyra á 130-140 km hraða á hraðbrautinni. Þegar við nálguðumst landamærinn þá hætti hraðbrautinn og ég fekk að kynnast því hvernig er að keyra á þvílíkum sveitavegum í kolniðamyrkri. Leifur var soldið pirraður á því hvað ég var óöruggur, sem ég var, þannig að hann tók við þegar að landamærunum var komið.
Við komum síðan til Prag um hálf tvö leytið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli