13 september, 2003

4. Kafli
Slovenia

Uff..... Fjordi kaflin er eiginlega að enda. Við erum búinir að vera hérna í höfuðborg Sloveníu í 5-6 daga og sá tími hefur verið rosalegur. Alveg ótrúlegt að það skuli vera hægt að gera svona margt á stuttum tíma.

Það er ekki endilega hvað maður gerði sem skiptir máli. Heldur hvernig maður er búin að upplifa stemminguna hérna. Slóvenía er eitt það fallegasta land sem ég hef komið í. Stelpurnar hérna eru mjög flotar. Það er ótrúlega flott landslag hérna, blanda af fjöllum og skógum, höfuðborgin er ekki stór (330.000 manns) og auðvelt er að lappa í henni, Skjogjan (ekki rétt skrifað en ég er ekki með stafina...) hellana sem var eins og hálf tíma ganga í gegnum hann og það er eins og að lappa í ævintýri, kíktum á Pedjarma kastalann... virki sem var byggt í hellismuna, með 13 kílómetra langan helli á bakvið sig og er eitt það flottasta virki sem ég hef séð, svona virkilega öflugt virki, ég hef kynnst helling af fólki hérna á þessu hosteli, ástralar (Bret, Adam), nýja sjálandsbúar (Lissie, Analysa og bróður hennar), Svíar (Linn og Johannna), Englendinga (Tina, Mary, Charlie sem ég svaf hliðiná í hjónarúmi), Norðmenn (Thor), Portugala (man ekki, man ekki). Horft á fólk reykja gras og vefja.

Síðan má ekki gleyma Anju sem er Sloveninn sem Leifur þekkir, laganemi sem er í miðjum prófum en hefur hitt okkur tvisvar, hress og opinská stelpa.

Alveg ótrúlegt að maður skuli geta gert þetta allt á nokkrum dögum. Þetta er ekki búið því það er stefnt að fara á tónleika í kvöld. 25 þúsund mans. Það hljómar bara nokkuð vel... væri glaðari yfir þessu ef ég hefði farið fyrr að sofa... en ohh well.....

P.s Ég kláraði Life of Pi e. Yann Martel og það er alveg ótrúleg bók. Skilur mann eftir með svo margar spurningar og hugsanir að maður er hálf dáleiddur. Er eiginlega bara undraverð bók. Mæli með henni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli