29 nóvember, 2007

Um stíflur og vellíðan

(þessi póstur er um hægðir.. þeir sem vilja ekki lesa um svoleiðis þeir skulu fara á eitthvað moggablogg og eyða nokkurri stund þar)

Þeir sem hafa lesið mig lengi og þekkja mig í eigin persónu vita að hægðir eru mér hugleiknar. Þar sem ég er með iðraólgu þá er það kannski ekkert skrýtið. En frá því að ég flutti á Vallarheiði þá hefur iðraólgan algerlega dregið sig í hlé. Hægðirnar mínar eru yndislegar. Eru fastar í sér og góðar, reglulegar og bara yndislegar.

Fyrir nokkru þá tókst mér meira að segja að stífla klósettið með mínum hægðum en eftir mikið þuml og röfl um þetta þá hringdum við í Björninn og hann kom og reddaði þessu á innan við mínútu.

Yndislegar hægðir, þrátt fyrir mikið nammiát.

12 nóvember, 2007

Bíó

Fór á myndina Halloween á föstudaginn síðasta.. eða var það á fimmtudaginn? Held að það hafi verði fimmtudagurinn.

En alla vega.. Ég fór á þessa ágætu ræmu og síðan á laugardaginn þá tók kærastan mín upprunalegu myndina á Video á laugardaginn svo þessi helgi var soldið Halloween helgi. En ég verð nú að játa að endurgerðin er talsvert betri heldur en hin upprunalegri.. en gallinn er að þegar maður er að meta eitthvað miðað við algert rusl þá er það ekki góð einkunn að segja að eitthvað sé betra en rusl.

Halloween var sjokkerandi á sínum tíma og varð vinsæl. Nýja halloween verður það aldrei... þrátt fyrir að byrjunin á myndinni var mjög andstyggileg. Það var besti partur myndarinnar.

Seinni hlutinn var algert rusl.

En maður bjóst svo sem ekki við neinu meistaverki.

06 nóvember, 2007

Ég fór að kúka í vinnunni og áður en þið hváið og hneykslist þá skulið þið staldra við og hlusta á mína frásögn.

Ég byrjaði í Ágúst að vinna í leikskólanum og ég hafði aldrei tekið klósettpásur fyrr en klukkan 3 á daginn og oftast þá þurfti ég ekkert að pissa fyrr en þegar ég kom heim. Þetta hefur nú aðeins skánað og nú pissa ég nokkuð oft í seinni kaffitíma 14:15 en í dag þá fór ég og gerði stórt í klósettið. Fór af stað klukkan 15:40 en vegna ýmissa hluta, spjall við foreldra og börn þá komst ég á klósettið klukkan 16:10 og var þar í heilar 10 mínútur að ég held.

Álagið í vinnunni fer minnkandi og þetta er ein sú stærsta vísbending sem ég hef fengið hingað til.