Hann Kristinn er einn af þessum strákum sem ég þekki sem ég hlakka alltaf til að hitta. Hann er líka einn af þeim sem ég vona að ég hafi alltaf meira samband við, en veit ekki hvernig ég ætti að biðja um meiri samskipti. En ástæðan fyrir því að ég er að skrifa um hann er að hann hefur verið að skrifa marga pistla á rafrausinu sínu um feminista og nauðganir.
Hann byrjaði að skrifa pistil sem heitir “bloggæsingur femistans” (http://www.andmenning.com/?p=8541). Ástæðan fyrir honum voru skrif Hildi Lilliendahl (http://kaninka.net/snilldur/?p=1716) um frétt sem Heimir Már Pétursson skrifaði. Síðan hefur þetta vafið upp á sig og eru pistlarnir hans Kristins um þetta mál orðnir 10 talsins og hefur umræðan farið um víðan völl, á bland.is, á menn.is o.fl. Það hafa líka komnir ófáir pistlar á facebook.
En já fyrsti pósturinn sem hann Kristinn sendi frá sér var fjallaði um í stuttu máli að honum fannst Hildur hafa farið óvarlega í yfirlýsingum (hún sagði að Heimir Már væri nauðgaravinur) og að þessar yfirlýsingar sem hún sýndi væri ekki til þess fallið að hjálpa til við málstaðinn. Það var innihaldið hjá honum.
En hann skreytti þann pistil með setningum eins og “Það er það sem fréttaritari fjallar um og til þess að lesa úr því einhverja vanvirðingu við konur þarf maður að setja sig í alveg sérstakan gír sem Hildur og stöllur virðast einmitt vera í”, “Það er áhugavert að fólk skuli geta sett upp gleraugu sem skæla svo merkingu tiltölulega venjulegs fréttaflutnings að hann verður að fólskulegri árás á réttlætiskennd þess”.
Síðan segir hann “Spurningin nú er hinsvegar hvort Hildur og stöllur telja mig vera blindaða karlrembu sem veitir óþarflega miklu púðri í að réttlæta umrædd orð fréttaritarans, eða hvort þær átta sig á því að ég er ekki öfgamaður hvað þetta snertir og að það eru þær sem eru aðeins búnar að tapa áttum í femínisma sínum.”
Með þessu skýtur hans sig aðeins í fótinn. Hann sýnir smá hroka með því að fjalla um Hildi og stöllur (ég hélt að hún hafði skrifað þennan pistil í sínu nafni en ekki í nafni neins hóps), hann talar niður til hennar með því að segja að hún sé í sérstökum gír, með gleraugu og endar pistillinn með því að segja að annað hvort játi hún það að hún sé að tapa áttum eða að hún muni túlka hans skrif sem karlrembuskrif.
Hún Hildur, og fleiri, fara síðan í umræður við hann og fer umræðan um víðan völl. Hann segir oft að hann sé ekkert á móti henni Hildi og baráttunni um jafnrétti. Hann er bara einfaldlega að segja að öfgar séu slæmir og koma þessu málefni ekki til góðs. Öfgarnar sem hann ræðir um er það að túlka hlutina einstrengingslega og geta ekki sagt að það séu aðrar túlkanir á málunum heldur en Hildur og félagar gefa sér.
Ég gæti vitnað í Hildi og bent á að hún hafi sagt að aðrar túlkanir séu til staðar.
En ég ætla ekki að gera það. Mig langar ekki að fjalla um þá umræðu sem spratt út úr þessari byrjun heldur langar mig að fjalla um kjarnann.
Hver er kjarni málsins? Hún Hildur túlkaði orð Heimir Márs á ákveðin hátt og hann Kristinn er ósammála hennar túlkun og rökræðir það mál og segir að hennar túlkun sé ekki endilega sú rétta.
En þetta er spurning um túlkun. Ekkert annað, túlkun hennar og hans á orðum fréttamanns. Allt annað er bara dót sem er búið að safnast saman um þessa umræðu.
Nú skulum við skoða túlkanir hans og hennar. Hún segir að fréttamaðurinn hafi gerst sekur um að gera lítið úr fórnarlambinu með því að nota orðalag eins og „vandræðum með samskipti“ og segja „þetta var mikið áfall fyrir feril Strauss-Kahn“. Kristinn segir að það séu góð og gildar ástæður fyrir að segja þessa hluti og það sé oftúlkun að segja að Heimir hafi verið að gera lítið úr fórnarlambinu.
Og nú standa þessar tvær túlkanir hlið við hlið og hver er sú rétta? Auðvitað er engin sú rétta. HIldur og Kristinn eru að tala um sama hlutinn frá sitthvorum staðnum. Hún er að tala sem fórnarlamb kynferðisofbeldis (sjá Samantekt á kvennréttindaumræðu síðustu daga, innlegg nr. 16) og Kristinn er að rökræða orðanotkun og hvort að það eigi að túlka ákveðna hluti á ákveðin máta.
Þarna er einn af kjörnum málsins. Hún Hildur talaði um sína upplifun, hún talaði ekki fyrir hönd allra feminista, eða hönd allra einstaklinga sem hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi. Hún las greinina og upplifði lítillækkun. Hún skrifaði síðan harðorða grein um þá upplifun, sína upplifun.
Það mætti færa rök fyrir því hún hefði ekki átt að nota svona sterk orð, nauðgaravinur. Mætti alveg færa rök bæði með og á móti en staðreyndin er sú að Heimir skrifaði grein sem særði einn lesenda hennar.
Kristinn kom með rök á móti því en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá skaut hann sig í fótinn með því að setja smá hroka í hlutina. Þessi litli hroki varð til þess að allt þetta fór af stað og nú er komið illindi í málin.
En hvers vegna er þetta svona viðkvæmt? Jú vegna þess að það er verið að tala um raunverulegt vandamál. Einn þriðji af mannkyninu upplifir kynferðislegt ofbeldi. Fórnarlömb ofbeldisins finnst síðan samfélagið hunsa það, gera lítið úr því og lætur því fyllast skömm á ofbeldi sem það bar enga ábyrgð á.
Ég tel að Hildur hafi verið reið, en þetta var réttlátt reiði. Jú það er hægt að túlka orð hans Heimis öðruvís en hún gerði en það skiptir ekki máli þar sem hún talaði út frá sinni upplifun með nafnið sitt undir.
Hann Kristinn reynir að rökræða hlutina og ég skil hann að vissu leyti en hún var ekkert að rökræða, hún var einfaldlega að segja sína skoðun og frá sinni upplifun. Menn máttu svo vera sammála eða ósammála.
Gaman að þessu, Jens. Gagnrýni er góð.
SvaraEyðaEitt komment, meira síðar.
Það hefur mikið verið kvartað yfir því annarstaðar líka að ég tali um "Hildi og stöllur" að ég tali til hennar í fleirtölu og þess háttar. Málið er nú bara að á bloggi hennar er slatti af (kven)fólki að taka undir með henni og mér þótti óhætt að tala um fólkið sem hóp sem sameinast um þessar skoðanir.
Hef ekki síðan skilið hvað mikið hefur verið reynt að gera úr því einhvern úlfalda :)
Þetta er lítið dæmi um hroka. Þú lætur manneskjuna vera hlut af einhverjum hóp. Hvers vegna ertu að því?
SvaraEyðaÞað er jú auðveldara að dæma manneskju þegar hún er hluti af hóp heldur en þegar hún stendur ein.
Er ekki nóg að taka hana sem eina manneskju, til hvers að blanda öðrum inn í þetta?
Mér þykir þú fara óvarlega með orðið hroki. Ég er oft hrokafullur. En hvernig er það dæmi um slíkt að leyfa sér að tala um og til hóps sem lýsir stuðningi við þessa umfjöllun um orð Heimis? Orðið "stöllur" þykir mér ekki niðrandi, enda er það oft notað um afrekskonur í íþróttum.
SvaraEyðaEf þú ætlar að fara í svona smásjárleit að hroka muntu sannarlega finna nóg af honum í grein Hildar.
Er það þá ekki bara kveikjan að hrokanum hjá mér?
Já, ég legg til þá túlkun að aumingja ég hafi verið svo sleginn vegna hroka Hildar og fólskulegra yfirlýsinga um kynbræður mína að ég hafi bara í tilfinningahitanum, réttlætanlegum nota bene, gerst lítið eitt kantaður á móti og það sé svo mannlegt að yfir því verði ekki kvartað.
SvaraEyðaHroki er því af borðinu, ef dómarinn samþykkir mótmælin, og hvað stendur þá eftir af málinu?
Skoðum það í næsta hluta réttarhaldanna yfir Kristni hinum hrokafulla.
Yep, eftir nánari skoðun á grein Hildar (bréfinu til Heimis) sé ég svo um verður ekki vilst að hrokinn lekur af henni og myndar poll við fætur hennar. Hún gefur í skyn að hann sé illa upplýstur, heimskur, ósmekklega þennkjandi og margt fleira.
SvaraEyðaHildur er rót alls hroka í þessum umræðum. Það er ljóst, herra dómari.
Jens, sókn þín telst ekki trúverðug á meðan botnlaus hroki Hildar er bara fínn, en minn er hreinlega afsökun fyrir allri hegðun annarra í alheiminum.
Og nei, þú gætir ekki vitnað í Hildi þar sem hún segir að aðrar túlkanir komi til greina. Hún hefur hvergi gefið eftir með það að Heimir leggi að jöfnu samskipti og nauðganir, hún fullyrðir af beiskri blindni að Heimir meini það sem henni mislíkar mest með þessum orðum.
SvaraEyðaÞessi grein þín, Jens, gengur einfaldlega út á að sýna Hildi voðalega mikinn skilning og horfa fram hjá því að gagnrýni mín eigi líka rétt á sér.
Ég hef hvergi fullyrt að Hildur megi ekki eða eigi ekki að skrifa eins og hún vill eða að viðbrögð hennar séu ekki skiljanleg. Ég hef bara bent á að hvað sem allri tilfinningasemi líður sé hún að fara dálítið yfir strikið, sé að hræsna og vaðalinn hugsanlega til vansa fyrir málstaðinn.
Hún er sjálf hrokafullur og dónalegur penni sem fær ekki þau viðbrögð hjá Heimi sem hún vonast eftir, hugsanlega vegna þess hvernig hún lætur reiðina hlaupa með sig í gönur,
Enga gagnrýni þolir hún og bregst við með því að kalla fólk fávita, meðal annars fyrir hroka af svipuðu tagi og hún sjálf lætur eftir sér í hvívetna.
Auðvitað mættu mín skrif vera mildari og málefnalegri, engin spurning. En að skrifa þetta alls saman á meintan hroka minn og týna til við það afar léttvæg dæmi eins og hér er gert er dæmalaust litað af viðkvæmni fyrir hönd annars aðilans.
Ef ég væri nú ekki svona vanur netþrasari væri ég eflaust búinn að bera mig illa og kjökra yfir öllum skætingnum sem hefur verið í gangi og þá þætti þér mér eflaust meiri vorkunn, Jens :)
Málið er bara að vorkunn kemur þessu ekkert við. Gagnrýni mín á einfaldlega líka rétt á sér en Hildur og skoðanasystkin kunna ekki að taka henni.
mbk,
Að lokum hef ég miklar áhyggjur af karlrembu þinni, Jens. Hvernig dettur þér í hug að gera Hildi í huga þér að einhverju viðkvæmu blómi sem geti ekki þolað smávegis hroka eða harkalega ádeilu af því tagi sem hún útdeilir sjálf alla daga. Eru það ekki kostulegir fordómar gengn konunni að ætla henni, umfram mig sjálfan, karlmanninn, að vera svo viðkvæm fyrir orðalagi mínu að heili hennar aftengist bara og það sé eðlilegt að hún bregðist við eins og snúiðpð hundsroð og fari í nafnaköll og skæting? Þú ert bara að gera lítið úr femínistanum með þessari ógurlegu meðaumkvun með henni.
SvaraEyðaÉg held það, kæru dómari og kviðdómur.
Sjálfur sýndi ég henni þá virðingu að leyfa henni að njóta umfjöllunar sem var beinskeytt og hŕá, en náði þó varla þeim hæðum í þeim efnum sem hún gerir sjálf á bloggi sínu þegar hún hæðist að meintum karlrembunum í samfélaginu og misskilur menn eins og Pétur Tyrfingsson.
Mér finnst að hún eigi að senda mér hlýlegt þakkarbréf fyrir að fara að henni eins og karlmanni með hreðjar :)
Ég held, kæri kviðdómur, að dómurinn sem falli í dag verði hreinlga þess eðlis að Hildur greiði mér bætur. En ég lofa að veita þeim fjármunum áfram til góðs málefnis, t.d. einhvers að vali Hildar.
Læt ég nú staðar numið í bili.
Takk fyrir.
OK. Þannig að jú játar að þú hafir verið fangi tilfinninga og öll þín svokölluð "rök" voru bara afleiðingar af því?
SvaraEyðaEf svo er og þú játar að allar þínar setingar um hófsamar ábendingar og að þú sért bara að benda á þessi málefni til upplýsingar, sé byggðar á reiði og tilfinngahita.
SvaraEyðaÞá er ég sáttur.
Nei, ég sagði vitaskuld hvergi að rök mín væru afleiðing tilfinningasemi, ég sagði að hrokinn væri það.
SvaraEyðaSvona standa leikar, hvað mig varðar:
Kristinn: hrokafullur bjáni
Hildur: hrokafullur bjáni
Staðan: 0:0
Kristinn: fjallar um báðar hlíðar á málinu
Hildur: fjallar um eina hlið
Staðan: 1:0
Kristinn: yfirlæti
Hildur: yfirlæti og ljót orðnotkun (fáviti og fleira)
Staðan: 2:0
Klár sigurvegar leikanna er Kristinn. Þeir sem sjá það af ofangreindu ekki eru bara af einhverjum ástæðum blindaðir á hroka og dónaskap Hildar - eða bæta einhverjum ógurlega mörgum öðrum liðum við sem ég er ekki að gera ráð fyrir.
Takk fyrir.
Þú segir að hrokinn hafi verið afleiðingar tilfinningaseminar en að rökin hafi staðið ein og sér.
SvaraEyðaEn þú hefur játað fyrir mér að þetta er viðkvæmt málefni, þú hefur líka sagt að gagnrýni er vandmeðfarin.
Síðan notar þú hroka og yfirlæti gagnvart aðilanum, þrátt fyrir að hún sé að ræða um málefni sem er viðkvæmt. Og þér finnst þú hafa sigrað?
Sigrað hvað?
Hún lagði sjálf upp með hroka og yfirlæti, bætti svo við með dónaskap og dylgjum. Það var því ekki ég sem "notaði" yfirlæti og hroka" heldur var slíkt einfaldlega að finna í umfjölluninni, rétt eins og slíkt var að finna í hennar umfjöllun um þetta viðkvæma málefni.
SvaraEyðaHættu bara að reyna að klína þessu á mig, gamli. Hún velur það sjálf á bloggi sínu að nota hæðni, hroka, yfirlæti oog dónaskap til að koma málstað sínum á framfæri. Þegar ég fjalla um þau mál með viðlíka hætti verður það enginn áfellisdómur yfir mér - þetta er hennar stemning, sjáðu til. Hún leggur upp með þetta.
Hættu að verja gribbuna. Hún getur það alveg sjálf og svona vill hún hafa umræðuna, annars myndi hún skrifa málefnalega.
Í þessum takmarkaða skilningi sigraði ég. En vitaskuld er þetta bara bitur umræða og ekki til þess fallin að tala um sigurvegara í henni.
Þú hefur hinsvegar lagst í það af undarlegu kappi að skilja lætin í henni. Það skiptir bara engu máli. Ég skil alveg lætin í henni og hef ekkert við þau að athuga, ég gagnrýni bara málflutninginn kalt og spái í hvort hann sé sannur og/eða gagnlegur.
Þú ert búinn að vera segja að þú sért með hófsamar ábendingar, að fólk hafi verið að oftúlka þig þegar það hefur svarað þér. Og núna segir þú að að þetta hafi bara verið í umræðunni að nota hroka og yfirlæti.
SvaraEyðaVeistu hún var aldrei að fela sig á bakvið að þetta væri góð og gild rök sem ætti að ræða í hófsemi. Þú sagðir það. Þú vildir hafa umræðuna málefnalega og vildir spá hvort að málflutningurinn sé sannur og/eða gagnlegur.
Og núna ertu að segja að þú varst bara að taka þátt í leðjuslaginum.
En annars þá var hún að tala um virðingu fyrir fórnarlömbum kynferðisafbrota, það var hennar málstaður og hún var að tala fyrir hönd hans, jú með miklum yfirlýsingum og hroka, en eins og þú hefur sagt nokkrum sinnum, þá er það kannski réttætanlegt að vera með miklar yfirlýsingar.
Þú segir að þú hafir farið á sama svið og hún til að gagnrýna málflutning og spá og spöglera.
Og sérðu virkilega ekkert að því? Hún hefur allavega málstað sem hún getur kannski, ef til vill réttætt orðanotkun og hroka. En þú? Hvaða málstað stendur þú fyrir sem þarf að nota hroka og yfirlæti til að verja? Og síðan veltir þú þér fyrir þér hvers vegna ég hef þörf fyrir að verja hana.
Ég er ósammála því að fyrsta greinin hafi verið hrokafull eða yfirlætisfull. Það finnst öðrum þó vissulega og ég get alveg fallist á að það megi sjá slíkt í greininni, þótt það hafi ekki verið ætlunin.
SvaraEyðaAð það hafi örlað fyrir slíkum tón í greininni þykir mér þó í góðu lagi í ljósi þess að Hildur beitir sjálf mun meira háði og úlfúð og greinin fjallaði einmitt um slíkt.
Ég veit ekkert um hvort hún var að "fela sig" á bak við neitt og hef ekkert tjáð mig um hvernig hún hefur hugsað skrif sín. Ég gagnrýndi þau bara fyrir að vera hræsnafull og yfir strikið í almennum skilningi sem opinber skrif.
Og nei, ég er ekki að segja að ég hafi bara verið að taka þátt í leðjuslagnum. Ég neita því bara ekki að það hafi verið tónn í grein minni, þótt mér hafi þótt hann hóflegur.
Og hverju á ég þá að sjá að? Ég fjalla um það að hún sé að gera málstað sínum ógagn og auk þess hugsanlega að kalla hugsanlega fremur saklausan mann "nauðgaravin".
Í annað sinn, þá "notaði" ég ekki hroka og yfirlæti. Slíkt smitaðist þó dálítið yfir því á þeim nótum fjallar hún um hlutina og getur því sjálfri sér um kennt.
Hvað er vandamálið, Jens?
Ég er sem sagt gríðarlega leiður og æstur yfir því að mögulega saklaus maður sé kallaður nauðgaravinur og mér þykir hræðilegt að femínisti sem virðist njóta töluverðs fylgis sé að gera málstað sínum ógagn.
SvaraEyðaAumingja ég er að verja góðan málstað rétt eins og Hildur.
Allir sáttir?
Geri ég eitthvað af mér á meðan, eins og að vera óvart hrokafullur eða tala óvarlega, þá afskrifast það vegna góðs ásetnings, rétt eins og þú vilt afskrifa allan flumbrugang Hildar vegna góðs ásetnings.
SvaraEyðaMér sýnist það sem eftir standa vera það að ég fjallaði mun betur um málefnið og skoðaði fleiri hlíðar en eina.
En umfjöllun okkar beggja var vitaskuld dásamlegt innlegg í íslenska umræðumenningu!
Hvað er vandamálið? Er ekki bara allt í sómanum?
Virkilega vel gert. Og þá meina ég það.
SvaraEyðaEn ég held að það þýði ekkert að rökræða við Kristinn. Hann er, eins og flestir aðrir (undirritaður meðtalinn), maður. Maðurinn er subjectífur í eðli sínu; gerir hluti eins og að ákveða að halda með Man United og kaupa Office pakkann og býr til hugmyndir og færir fyrir því rök að ákvörðun hans hafi verið sú eina rétta–byggir á tíðum allt líf sitt á þessu. Þannig verður Man United besta fótboltaliðið og Word besta ritvinnsluforritið af því að maðurinn þarf að verja sannfæringu sína.
Kristinn er einstaklega góður í þessu. Mjög góður en þó með nokkrum holum (e. logical fallacies) sem er auðvelt að pota í. Þannig telur Kristinn sig vera með "opinn hug", vera empírískan í hugsun þegar hann getur það ekki af því að hann þarf að verja fyrri ákvarðanir. Svo þegar fyrri ákvarðanir standast ekki skoðun þá býr hann til ótrúlega flókið kerfi þar sem hann grautar saman sinni eigin skoðun við hluti sem hann telur vera empíríska og allt verður að einum graut.
Ég held að það sé gjörsamlega ómögulegt að selja honum einhverjar hugmyndir; honum mun alltaf takast að snakea sig út úr því á einhvern hátt með enn fleiri skýjaborgum og þvælu til að geta haldið í fyrri afstöðu og gert áherslu sína á vísindi að kaldhæðnislegum brandara þegar kemur að hans eign hjartans málum.
A for Effort, Jens Ívar. En ég held að það sé alveg tómt mál að tala um að ætla að rökræða við kvikindið...
A.
Þetta hér að ofan er að sjálfsögðu allt huglægur hrærigrautur Arnórs, sem aðeins stundum hefur rétt fyrir sér, rétt eins og ég hef aðeins stundum rétt fyrir mér.
SvaraEyðaÞessi lýsing Jems í greininni á viðhorfi Hildar til málsins er öldungis ágæt og ekkert við hana að athuga. Viðhorf Hildar er bara ekki öll myndin og svar mitt við því á fullan rétt á sér í fleiri en einum skilningi.
Hún á ekkert tilkall til þess að fá að vera í friði með sinn málflutning frkar en ég.
Það er bara ekki um nokkurt vandamál að ræða - nema vitaskuld það, að þótt ég segi þessum ofsafengnu femínistum að ég skilji alveg að þær séu svona eða hinseginn þenkjandi, þá fara þær ekki nálægt því að sýna því skilning eða lýsa yfir skilningi á að ég sé öðruvísi þenkjandi.
Einstefna drengir mínir.
Touché, Kristinn-case in point: Af hverju ætti Hildur (eða nokkur annar) að sjá hlutina út frá þínu subjectífa sjónarhóli? Hvers vegna ætti hún að fjalla um þetta "frá tveimur hliðum"? Af því að þú gerir það?
SvaraEyðaÞað að umræðan sé komin út í stigatalningar og mælistiku á dónaskap sýnir hvað þú ert í raun á lágu plani í þessu öllu saman. Kannski er ég að fjargviðrast yfir þessu af því að ég geri þá kröfu að heimspekinemar eigi að vera víðsýnari og hafa amk grunnskilning á hugtökum sem ég vil meina að ég skilji.
Mér til varnar er ég þó ekki að blogga um það hvað þú ert vitlaus....
Lol - þú ert svo fyndinn, Addi.
SvaraEyða"Mér til varnar er ég þó ekki að blogga um það hvað þú ert vitlaus...."
-nei, en þú ert svo duglegur að sníkjublogga um það að það kemru í sama stað niður, karlinn minn. Af þeim sökum ertu náttúrlega staddur á sama lága planinu. High five!
"Það að umræðan sé komin út í stigatalningar og mælistiku á dónaskap sýnir hvað þú ert í raun á lágu plani í þessu öllu saman."
-lol eða sýnir bara hve illa Jens gengur að skilja að hann er að afsaka hegðun Hildar á forsendum sem hann er ekki tilbúinn að láta verka á mig - hipsumhaps.
"Hvers vegna ætti hún að fjalla um þetta "frá tveimur hliðum"? Af því að þú gerir það?"
-af því hún þykist skilja málið svo vel. Hún hefur ítrekað staðfest það við mig að hún neiti að sjá eða sjái ekki, en hvergi tekið fram að hún vilji bara ekki sjá, því það sé réttur hennar að einblína á eina hlið.
Auk þess er það sjálfsögð krafa, Addi minn, að þegar hún skammast í mér fyrir að skilja ekki sína hlið, þá verði hún að skammast sín fyrir að skilja ekki mína.
Það er hennar val að hafa þetta á þessum nótum, annars hefði hún bara getað sagt að kæri sig ekki um að skýra mál sitt frekar - hún fór þvert á móti að reyna að sannfæra mig um að opna orðalagið gæti ekki þýtt nema einn hlut - sem er augljós þvæla - hvað sem samþykktum þínum á því líður.
Þína skál, kappi.
Annars veit ég ekki hvað þið eruð að fjasa þetta. Ég er búinn að lýsa yfir skilningi á milljón sjónarmiðum í þessu máli. Ég er bara ekkert að fara að segja að gagnrýni mín hafi ekki verið þolanlega málefnaleg ádeila. Það var hún.
Það er svo sem ekkert vandamál. Grunar að það hafi ekki verið þínum málstað til sóma að nota yfirlæti og hroka, eins og þú varst að segja að væri ekki málstað hennar til sóma að nota yfirlæti og hroka.
SvaraEyðaEn er það réttlætanlegt að nota hroka og yfirlæti að verja fréttamann sem skrifaði eitthvað sem særði og pirraði nokkra lesendur? Ég á erfitt með að segja aumingja þú eða taka upp hanskann fyrir þig.
Og hvað er eftir? Að þú fjallaði mun betur um málefnið og skoðaði fleiri hliðir en eina?
Kannski, það verður hver og einn að dæma fyrir sig.
Ég tek eitthvað allt annað en það út úr þessari umræðu. Hvað það er nákvæmlega er enn í deiglunni.
Það er nú heila málið, jens, að það var bara ekkert um sérlega mikið yfirlæti eða hroka að ræða í greininni, sem ég auk þess "notaði" ekki, í þriðja sinn - svo ég fái nú að mótmæla þeirri orðnotkun.
SvaraEyðaÉg held þið sjáið bara hroka út úr myndrænu orðalagi þegar þið eruð ósammála og auk þess full meðaumkvunar með öðrum aðilanum. Þeir sem eru mér sammála sjá sáralítið yfirlæti í þessum texta, amk. ekkert sem ætti að koma gjörsamlega í veg fyrir málefnalega umræðu.
Ég er bara ósammála því að fórnarlömb glæpa, slysa eða t.d. fæðingargalla eigi tilkall til þess að rífa sig eins og þau lystir og ekki megi gagnrýna það þegar gengið er langt og jafnvel grafið undan málstað þeirra.
Ég er búinn að segja það allan tíman, Jens, að þú hefur þá afstöðu eina í þessu máli að aumingja Hildur sé minnipokamanneksjan sem á að vorkenna og fyrirgefa sínar yfirsjónir. Það staðfestir þú aftur og aftur þegar þú kýst að láta eins og engar aðrar skýrar línur sé að finna í þessari umræðu - engar sem þú hefur áhuga á að taka afstöðu til.
En segjum þetta bara gott, gamli.
Ég held að það eigi ekki að láta fólk sem spilar svona á fórnarlambsgírinn stýra umræðunni í þjóðfélaginu. Þeirra sjónarmið þarf að gagnrýna eins og önnur, en ekki láta þau verða heilög, eins og mér þykir gert þegar einblínt er á meintan hroka í grein minni, en hvergi tekið á Hildi fyrir nokkurn hlut.
En þetta er allt margbúið að koma fram.
Hættur, sjáumst hressir :)
Minn póstur var umræða sem kom áður en Addi Hetja póstaði.
SvaraEyðaHugsa að ég kommenta ekkert á þessar umræður hjá ykkur, finnst að það sé einhver stærri issús þar sem ég hef ekki skilning á.
Ég komementaði lítið sem ekkert á fyrstu greinina þína, það var ekki fyrr en umræðan var kominn á fullt að ég fór að skoða mín viðhorf.
SvaraEyðaOg þá var kominn ákveðinn tónn sem þú svo neitaðir og kallaðir oftúlkun.
Já alltaf er að segja nota, ég biðst velvirðingar á því. Það var hægt að túlka skrif þín sem hrokafull og yfirlætisleg. Og það var margoft bent á það.
Annars var ég ekkert að segja að þú mætti ekki gagnrýna málstað Hildar, það hefði mátt bara gera það mun varfærnari hátt.
Mér fannst þú fara yfir strikið og þess vegna færðu þessa pistla. Það var ekki flóknara en það.
"Mér fannst þú fara yfir strikið og þess vegna færðu þessa pistla. Það var ekki flóknara en það."
SvaraEyðaEitt að lokum. Ykkur til fróðleiks.
Það er einmitt þetta sem jens seguir sem pistlarnir mínir eftir þann fyrsta fjölluðu um. Það að ég hefði kannski farið yfir strikið varð EINA umræðuefnið eftir fyrsta pistilinn. Það er einmitt það sem mér þykir benda til þess að eitthvað sé að.
Það mætti taka þanni vinkil svona: Kristinn, þú fórst yfir strikið, en...og fjalla líka um það að gagnrýnin eigi rétt á sér.
En það gerðist bara alls ekki. Umræðan varð öll á einn veg, það var farið yfir strikið gagnvart femínista - fórnarlambi naugðunar.
Það að ég hafi farið yfir strikið er nauðaómerkilegt umræðuefni. Það að femínistar komist upp með að gera það að EINA umræðuefninu með dyggilegri aðstoð karla eins og Jens og Kjartans er hinsvegar mjög áhugvaert umræðuefni.
Það umræðuefni verður hinsvegar aldrei rætt því bann við því er grafið í hjarta nútímamannsins.
C'est la vie.
Hmm.. ja, hvers vegna varð eina umræðuefnið það að þú fórst yfir strikið?
SvaraEyðaÞað var reynt að benda þér á það en þú neitaðir því, þú talaðir um oftúlkun og öfga.
Það mætti kannski túlka að það hafi eitthvað verið að málflutningum þínum? Má ég gerast svo djarfur?
Hvort að gagnrýni eigi rétt á sér? Ég held að Hildur sé ekkert á móti gagnrýni, en er kannski viðkvæm fyrir henni.
Ég held líka að það sé mjög erfitt að gagnrýna minnihlutahópa sem er í réttindabaráttu. Jú það getur vel verið að hún Hildur hafi gert málstaðnum ógagn með þessari yfirlýsingu, ég skal alveg taka undir það. En ég held að að þessi öskur og læti í henni gera meiri gagn en ógagn.
Ég tek þau orð til baka að spyrja hvort eitthvað hafi verið að málfutningi þínum. Þau eru óþörf og yfirlætisleg.
SvaraEyðalol - nú á að fara að ræða hvort gagnrýnin hafi átt rétt á sér og hvort viðbrögðin femínistana hafi verið undarleg. Það tók bara viku af þrasi að ná þangað méð þér, Jens - og það er allt því að kenna að vondi ég notaði hræðilegt orðalag á borð við "Hildur og stöllur."
SvaraEyðaMyndin er nokkuð skýr núna.
Nei, ég var ekkert að ræða það.
SvaraEyðaÉg get alveg bent þér á aðra hluti sem kallar á þessi viðbrögð. Og viðbrögðin við þínum ummælum voru ekkert undarleg.
Ég er nú reyndar sammála Kristni í þessu máli, en það er hinsvegar hvernig hann talar við fólk sem er vandamálið.
SvaraEyðaNiðrandi orðalag og hroki einkennir skrifin hjá honum þegar hann er í "keppni" við fólk á blogginu, það verður honum að falli og er ástæðan að fólk fer að gagnrýna hann en ekki skrifin eða málefnið.
Þar liggur kötturinn grafinn og hundurinn útí mýri.
Ég verð nú bara að segja það, að það var tvímælalaust þessi kolbrjálaða Hildur Lilliendahl sem fór yfir strkikið strax í upphafi með því að kalla þennan blaðamann "nauðgaravin". það var nákvæmlega ÞAR sem farið var yfir strikið.
SvaraEyðaFyrstu pistlarnir hans Kristins einkenndust af því að hann var að reyna að koma, mjög kurteislega, á framfæri ákveðinni gagnrýni, en það var nákvæmlega sama hvað hann sagði, hann fékk alltaf framan í sig botnlausa reiði þessarar Hildar út í karlmenn. Auðvitað var þar af leiðandi óhjákvæmilegt að umræðan yrði dálítið beitt og reiðileg. Það var verk Hildar, stalla hennar og skósveina.
Kær kveðja