Helgin var frábær, skítakuldi, vatnið frosið og mikið nesti (sem í var bara brauð, ávextir, grænmeti og einn kvöldverður).
Þetta byrjaði á því að ég var að hlaupa á milli dæluskúrsins og sumarbústaðarins til að fá vatnið í gang.. það gekk ekki en eyddi um klukkutíma í þessu hlaup.
Fékk mér svo að borða og hengdi upp 6 a3 blöð þar sem ég skrifaði nokkur lykilorð. Setti síðan post-its miða á þessi blöð og skrifaði á þá nokkur orð. Gerði síðan nokkrar jógaæfingar (stólinn, hundinn og fleiri sem ég man ekki nöfnin á) og talaði síðan við sjálfan mig í um klukkutíma. Sagði sjálfum mér frá þessum plakötum og hver væri tilgangurinn með þeim.
Las síðan Fíasól í Hósiló og fór að sofa.
Vaknaði og kláraði bókina "saga um Stúlku" eftir Mikael Torfason. Fór þá fram, tók fleiri jógaæfingar og tók plakötin niður, losaði post-its miðana af þeim og hengdi þá upp annars staðar. Fór síðan í gegnum öll plakötin og skrifaði niður lausnir, markmið og dagsetningar. Fékk símtal í miðri vinnunni og þá hvarf einbeitningin. Fór þá að lesa bókina "ástaraldin" eftir einhvern Hollenskan höfund. Kláraði hana. Dottaði, vatnið komst í lag, fór í sturtu.
Eldaði mér mat, fór í göngutúr, talaði við vin minn í klukkutíma um ákveðið mál, tók nokkrar æfingar og hélt áfram vinnunni. Lauk við öll plakötin og hengdi þau upp. Var mjög sáttur við þessa vinnu.
Lagðist upp í rúm og byrjaði að lesa Baróninn e. Þórarinn Eldjárn.. sofnaði yfir henni.
Vaknaði, sturta, þreif, borðaði, tók saman og fór. Tappaði vatnið af bústaðnum.