Breyting og söltun
Stundum gerast atburðir sem skilja mann eftir í lausu lofti. Er búin að vera þrjár vikur á Íslandi og mun vera hérna lengur. Öll dvöl í útlöndum hefur verið söltuð. Pabbi mun dvelja næstu mánuði á spítala og síðan mun löng endurhæfing taka við.
Jæja.... lítið hægt að gera í því. Ætla sparka R-inu úr rúminu mínu og ætla svipast um eftir vinnu. Veit einhver um vinnu fyrir mig?
Þessir atburðir sem hafa verið að dynja yfir mig síðustu mánuði hafa skilið mig eftir agndofa. Allar mínar áætlanir, öll mín plön.. allt.. er orðið breytt. Finnst ég vera hangandi í lausu lofti. Vitandi ekki neitt. En núna þarf ég bara að taka einn dag í einu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli