21 mars, 2006

Veikindi pabba

Hvað gerðist fyrir pabba?


Ég er búin að vera skoða (gúgla) þetta vandamál sem pabbi var að ganga í gegn. Reyna að átta mig á því hvað kom fyrir.

Miðað við upplýsingarnar sem ég fékk frá læknunum þá er orsökin baktería sem heitir Staphylococcus aureus. Þetta er baktería sem er nokkuð algeng og er oftast í formi matarareitrana, getur líka orsakað útbrot og greftri í húð. En hún getur líka tekið alvarlegri mynd. Ef bakterían fær aðgang að líkamanum í gegnum opið sár þá getur hún valdið greftri og ígerð. Sérstaklega er fólk með gerviliði í hættu.

Pabbi er með gervimjaðmalið og bakterían tók bólfestu í honum og orsakaði ígerð á því svæði. Þetta var ekki uppgötvað strax, haldið að þetta væri vöðvafestingar sem væru í krampa. Veiran fór að dreifa sér um líkaman. Olli ígerð í olnboga, einni tá og hendi. Þegar það var gerð blóðprufa á honum þá uppgötvaðist það að bakterían var komið í blóðið. Hann var komin með blóðeitrun (eða orðin septískur). Það ástand þýðir einfaldlega að sýkingin er komin á mjög alvarlegt stig og innri líffæri fara að gefa sig. Pabbi fékk lungabólgu, nýrun voru orðin veik, lifrin var byrjuð að bila og brisið var orðið bólgið.

Við þessu eru nokkur skref sem eru tekin. Öllum greftri er hjálpað að koma út úr líkamanum, með skurðaðgerðum, það er dælt í fólki sýklalyfjum í stórum skömmtum og gefið hinu ýmsu lyf til að hjálpa líffærunum að starfa, síðan er fólk sett í öndunarvélar og nýrnatæki ef þau líffæri virðast vara gefa sig. Pabbi fór í öndunarvél en nýrnavélin var ekki sett í gang.

Pabbi er heilsuhraustur kall, borðar hollan mat, hreyfir sig mikið, reykir ekki og drekkur í hófi. Það er að hjálpa honum gríðarlega. Núna er hann að vakna aftur eftir mánaðarsvefn, var tekin úr öndunarvél í fyrradag og er að braggast ágætlega. Þetta á eftir að vera langur gangur fyrir hann en ég hugsa að hann verði snöggur að ná sér eftir þetta.

Nánari lesning

http://www.ust.is/Matvaeli/Matvaelafrettir/nr/1699

Engin ummæli:

Skrifa ummæli