23 mars, 2006

Aðrir tímar

Aðrir tímar?

Ég hef aldrei upplifað það áður að uppgötva það að allt virðist hafa breyst. Frá því í desember í fyrra hefur líf mitt tekið algerum stakkaskiptum. Miklu meira heldur en ég geri mér grein fyrir. En samt sem áður eru á yfirborðinu ekki svo miklar breytingar.

En það er svo margt sem kraumar í hausnum á mér.. að mér finnst ég vera að springa... hugmyndir.. framtíð.. fortíð.. ákvarðanir sem ég hef tekið.. ákvarðanir sem ég á eftir að taka.. ástin.. fjölskyldan..

þannig að ég ætla gerast einsetumaður yfir eina helgi.. fara upp í sumarbústað.. með sjálfum mér.. borða.. lesa.. hugsa.. plana...

sjá hvort að ég geti ekki leyst úr þessum hnút.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli