Er mjög mikilvægt í Hjallastefnunni. Öll vinna snýst um að vera glaðlegur og jákvæður. Hér kennum við glaðlyndi og brosmildi.
Ekki beint það auðveldasta sem ég geri að vera jákvæður og brosmildur allan daginn. En maður reynir og ég er stöðugt að æfa mig.
Leikskólinn hefur farið af stað, vantar nokkra skápa, eldhúsið ekki tilbúið, engin uppþvottavél, bergmálar rosalega inná dei.. kjarna og helling af iðnaðarmönnum sem vinna hægt en jafnt inn um öll þessi börn.
Þetta hefur gengið framar vonum, jákvæðni í samstarfshópnum þrátt fyrir nokkra hjalla sem þarf að yfirstíga og ég held að flestir foreldrar séu mjög jákvæðir gagnvart skólanum. Nú er ég kominn aftur í vinnu þar sem ég hlakka til að mæta í, sérstaklega ef mér tekst að fjárfesta eða redda mér eyrnatöppum.
Herbergið mitt er á hvolfi og það verður bara að vera svoleiðis þangað til að maður hefur tíma til að sinna því.
20 ágúst, 2007
16 ágúst, 2007
Fyrsta nóttin og fyrsti dagurinn
Fyrsti dagur vinnunnar í dag. Börnin mættu, jafnvel á undan starfsmönnum og þetta gekk ótrúlega vel.
Ég svaf líka í nýju íbúðinni minn í nótt. Á Tidewater drive. Dreymdi lýs.. helling af lúsum. Veit ekkert hvort það boði gott. En ég veit að ég er fullur af bjartsýni.
Er í "hinni" vinnunni núna og mun sofa í Reykjavík í nótt. Næstu tvær vikur verða talsvert púsl og vesen.. en vonandi gengur það rosa, rosa vel. Ef ekki.. þá verður það samt að ganga vel!
Ég svaf líka í nýju íbúðinni minn í nótt. Á Tidewater drive. Dreymdi lýs.. helling af lúsum. Veit ekkert hvort það boði gott. En ég veit að ég er fullur af bjartsýni.
Er í "hinni" vinnunni núna og mun sofa í Reykjavík í nótt. Næstu tvær vikur verða talsvert púsl og vesen.. en vonandi gengur það rosa, rosa vel. Ef ekki.. þá verður það samt að ganga vel!
15 ágúst, 2007
15. ágúst
Í dag er runninn upp sá dagur sem ég mun flytja og byrja í vinnunni. Síðustu tvær vikur hafa verið nokkuð erfiðar. Búinn að vera á námskeiði, á starfskynningu á Gimli í Reykjanesbæ og á Hjalla í Hafnarfirði og hef verið að taka vaktir í Fjölmiðlavaktinni. Ég vonast til þess að sleppa sem fyrst undan þeirri aukavinnu og það er verið að tala um 1. sept.
Hjallastefnan er stefna sem ég hef fallið fyrir og líst rosalega vel á. Íbúðin lítur vel út og það verður gaman þegar allt dótið mitt er komið þangað.
Mun segja meira frá öllu seinna. Er núna að bíða eftir Halli, því hann ætlar að skutla mér í vinnuna og síðan verðum við uppteknir í allan dag við flutningar og fleira.
Hjallastefnan er stefna sem ég hef fallið fyrir og líst rosalega vel á. Íbúðin lítur vel út og það verður gaman þegar allt dótið mitt er komið þangað.
Mun segja meira frá öllu seinna. Er núna að bíða eftir Halli, því hann ætlar að skutla mér í vinnuna og síðan verðum við uppteknir í allan dag við flutningar og fleira.
01 ágúst, 2007
Keilir
Í næstu viku, þá mun ég byrja að vinna á nýjum stað. Ég mun byrja vinna á Velli, leikskóla sem staðsettur er á Keflavíkurflugvelli, gamla varnarsvæðinu. Ég hef ekki enn farið á staðinn en vonandi mun það gerast áður en börnin mæta þann 15. ágúst.
Skráningar ganga ágætlega, komið er um það bil 50 börn og þau byrja öll í aðlögun á sama tíma. En það eru pláss fyrir 80 gemlinga. Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um íbúðina og það er verið að skoða þau mál (býst við símtali sem fyrst... vonandi). Símtalið komið og ég fæ afhent 15. ágúst, kannski verður þar fyrr en þá verður bara sendur tölvupóstur.
Er byrjaður að pakka, búinn að setja nokkrar teiknimyndasögur í kassa og mun fá dótið mitt úr búslóðageymslunni ásamt svefnsófanum sem er/var í eigu foreldranna. Þannig að það verður alltaf pláss fyrir fólk að gista í stofunni.
Ýmsar pælingar eru í gangi í samband við mat, verslun o.s.frv. Þar sem við verðum tveir og hvorugur á bíl þá er augljóst að það þarf að kaupa fyrir alla vikuna. Hvort okkur tekst að halda því út er allt annar handleggur. En þar sem hvorki ég né hann Hallur höfum áhuga á að eignast bíl þá verður þetta eflaust skrautlegt.
Ég held að viðskilnaðurinn við kærustuna verður það erfiðasta við þessar breytingar. Maður er búinn að búa eiginlega hjá henni síðustu 4-6 mánuði og allt í einu þá verður þetta fjarbúð. En ég slepp fyrr út úr vinnunni á föstudögum og verð eflaust snöggur að fara í bæinn. Hvort hún svo nennir að hitta sveittan leikskólastrák alla helgina er síðan eitthvað sem kemur í ljós.
Skráningar ganga ágætlega, komið er um það bil 50 börn og þau byrja öll í aðlögun á sama tíma. En það eru pláss fyrir 80 gemlinga. Ég er ekki búinn að fá upplýsingar um íbúðina og það er verið að skoða þau mál (býst við símtali sem fyrst... vonandi). Símtalið komið og ég fæ afhent 15. ágúst, kannski verður þar fyrr en þá verður bara sendur tölvupóstur.
Er byrjaður að pakka, búinn að setja nokkrar teiknimyndasögur í kassa og mun fá dótið mitt úr búslóðageymslunni ásamt svefnsófanum sem er/var í eigu foreldranna. Þannig að það verður alltaf pláss fyrir fólk að gista í stofunni.
Ýmsar pælingar eru í gangi í samband við mat, verslun o.s.frv. Þar sem við verðum tveir og hvorugur á bíl þá er augljóst að það þarf að kaupa fyrir alla vikuna. Hvort okkur tekst að halda því út er allt annar handleggur. En þar sem hvorki ég né hann Hallur höfum áhuga á að eignast bíl þá verður þetta eflaust skrautlegt.
Ég held að viðskilnaðurinn við kærustuna verður það erfiðasta við þessar breytingar. Maður er búinn að búa eiginlega hjá henni síðustu 4-6 mánuði og allt í einu þá verður þetta fjarbúð. En ég slepp fyrr út úr vinnunni á föstudögum og verð eflaust snöggur að fara í bæinn. Hvort hún svo nennir að hitta sveittan leikskólastrák alla helgina er síðan eitthvað sem kemur í ljós.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)