17 nóvember, 2008

Matur fyrir piparsveina

Já núna er ég búinn að búa einn í smá tíma og ég hef eldað nokkrum sinnum. Ekki mjög merkilegar máltíðir, en máltíðir samt. Það er gott að hafa Ragga kokk í næsta húsi svo maður svelti ekki dögunum saman.

En ég fjárfesti í WOK pönnu og hef notað hana. Eldað núðlur, almennilegar hrísgrjónanúðlur, soðið þær og síðan hent lauk og pepperoni, einhverri sósu og síðan sett núðlurnar úti í endann. Bragðast rosa vel og þrátt fyrir að ég er enn að þreifa mig áfram með skammtastærðir þá verður maður saddur af þessu.

Á morgun ætla ég að elda beikon, egg og núðlur, skellt öllu saman á pönnunni minni góðu.

Annars er ég ekki að blogga mikið þar sem ég skrifa í dagbókina á hverjum degi og það tekur þó nokkra orku. Voðalega erfitt að rafrausast í leiðinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli