Það er eitthvað svo heillandi og dáleiðandi við tónlistina hans. Mig langar ótrúlega mikið að sjá hann á sviði.
Síðan er þetta besta lagið hans, að mínu áliti. Finnst það áleitandi og ég sit alltaf eftir með röddina hans endurrómandi í huga mér.
Annars fer öll mín rafrausarorka í Dagbókina sem ég er að skrifa fyrir skólann.
Síðan er ég pirraður út í sjálfan mig fyrir að hafa valið það að fara ekki á tónleikana í gær. Djöfullsins....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli