Hún á afmæli.
Eftir þrjú ár þá er ég að upplifa þriðja afmælið hennar. Þessi þrjú ár hafa verið frábær. Ég er betri maður í dag vegna hennar.
Þeir sem þekkja hana vita að hún er frábær. En kannski vita þeir ekki hvað mér finnst, sérstaklega þessa dagana. Þetta er góður ferðafélagi, frábær manneskja, lifandi, glöð og gerir mig glaðari manni. Það er gaman að heyra hana tala og skemmtilegt að heyra hennar sýn á hlutina. Hún er falleg kona og ein kynþokkafyllsta kona sem ég hef séð. Ég vona innilega að mér takist að ná henni aftur.
Til hamingju með afmæli Ester. Ég vona að þú upplifir góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli