05 apríl, 2011

Við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum (Ice Save 1)

Þessi rök heyrum við af og til hjá þeim sem vilja segja Nei, þeir meina að Ice Save sé séu skuldir sem einkaaðili hefur gert og við, Íslendingar, eigum ekkert að taka ábyrgð á þeim. Hann Pétur Jóhann útskýrði Ice Save á skemmtilegan hátt þar sem þessi rök voru notuð.

En gallinn er að við erum búinn að ábyrgjast einkaskuldir fyrir löngu. Man einhver eftir því að þegar Landsbankinn féll að einhver ráðherra kom fram opinberlega og sagði að ríkissjóður myndi tryggja innistæðurnar. Volla.. Íslendingar bera ábyrgð á einkaskuldum. Jú því bankarnir báru ábyrgð á því að það voru ekki til peningar lengur í tryggingasjóðnum né í sjóðum bankanna. Þetta hefði bara átt að fara í kröfulistann til bankanna.

En auðvitað mun ríkið tryggja innistæður banka. Grundvöllur fyrir efnahagslegri velferð þjóða eru bankar og það hefði örugglega verið mikil óánægja ef ríkissjóður hefði sagt að þeir myndu ekki tryggja innistæður.

Þannig að rökin um að við eigum ekki að bera ábyrgð á einkaskuldum eru bull vegna þess að það eru ímörg dæmi um hið gagnstæða.

En nú eru einhverjir sem eru að hugsa "en þetta er ekki það sama". Ok... þá skulum við breyta rökunum "við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum" í "Við berum ekki ábyrgð á einkaskuldum ef erlendir aðilar eru skuldunautar og íslendingar eru skuldarar"... sem hljómar ekki eins vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli