Já þeir þora víst ekki í mál við okkur og þess vegna vilja þeir fara samningsleiðina.
Vilja ekki allir fara samningsleiðina? Ef hann Jón skuldaði mér pening þá væri ekki fyrsta sem ég myndi gera að hringja í lögfræðingin eða í lögregluna. Ég myndi hafa samband við hann og spyrja einfaldlega "hey, ég lánaði þér pening, ætlarðu ekki að borga?" ef hann myndi svara með "ja.. ég á sko ekki peningin og sko..." þá myndi eflaust fara af stað umræður um hvenær hann myndi borga, hvenær hann fengi pening, jafnvel um innborgun o.s.frv.
Það er engin spurning um að breskir og hollenskir peningar fóru í íslenskan banka. Þeir eru einfaldlega að biðja um að fá þá peninga til baka. Og vegna þess að tryggingasjóðir hafa oftast tryggt banka þá er íslenska ríkið næsta skref ef tryggingasjóðurinn getur ekki borgað.
Einfalt og rökrétt, tengist ekkert hugrekki eða málsókn. Ef samningurinn fellur þá byrjar möguleikinn á málsókn og að þeir þori ekki í slaginn við okkur? Af hverju ættu þeir ekki að þora því? Vegna þessa að Bretar settu hryðjuverkalög á okkur og það var til þess að Kaupþing féll komi þeim í koll (getur einhver sagt að án þess að bresta í óstjórnlegan hlátur að fall Kaupþings hafi verið Bretum að kenna, hann var löngu fallinn, hann vildi bara ekki viðurkenna það). Er það vegna þess að ef við myndum sigra að þá myndi allir bankar Evrópu riða til falls vegna þess að það yrði dómsmál um að tryggingasjóður er ekki tryggður af ríkissjóði? Ööö.. varla þar sem það er eflaust valdi hverrar þjóðar að styrkja tryggingasjóð (eins og Íslendingar hafa gert).
Svo að.. rök fallinn (að mínu áliti)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli