Mig langar....
að spila catan, axis, diplomacy, war of the ring, clans, zombies (með öllum aukapökkunum)
að byrja stjórna nýja dótinu í Sovereign stone
að hætta í Rauða krossinum.. STRAX!!!
að kasta eggjum í stjórnarráðið.. ekki af neinni sérstakri ástæðu.. bara vana
að ég þurfi ekki að bíða eftir því að plönin mín fari í gang.
að vera búin með BA ritgerðina
að halda áfram að lesa bókina sem ég er að lesa
að fá einhvern annan til að taka til í bókasafninu mínu (einhver?)
að halda áfram að horfa á 24 seríu 2 (sjit hvað ég er háður)
ekki að þurfa vinna, það tefur mín plön.
28 febrúar, 2005
25 febrúar, 2005
Nýir tímar
Nýir tímar.. eða hvað?
Það eru svo ótrúlegar hugmyndirnar sem eru fljúgandi um hausinn á mér þessa stundina. Alveg magnað.
Næstu vikurnar er mjög mikilvægur tími.. tími sem mun mjög líklega veit ljósi á framtíð mína. Ef allt gengur upp (sem er ekkert voða líklegt) þá sé ég leið framundan sem ég mun ganga næsta árið.. og eflaust lengur.
Ný framtíðarsýn. Ég verð að játa að þessi framtíðarsýn er mjög spennandi og mun verða erfið.
Það er eins og allt sé að smella saman.. byrjaður að sjá not fyrir mína hæfileika og sé hvernig ég get notað mínar aðstæður og reynslu.
Já nýir tímar og vonandi góðir...
21 febrúar, 2005
London ferð
Árshátíð í London
Já, eftir að ég var komin úr landi autobahns þá var komið við á Íslandi í stutta stund og farið svo til Englands. Það var verið að halda árshátíð hjá vinnunni og þeir buðu okkur út.
Árshátíðin sjálf var á föstudeginum. Ekki beint besti dagurinn.. en ohh well.. ekki var ég að skipuleggja þetta. Það var þrælgaman.. skemmtiatriði og ágætur matur.
ég varð fyrir því óhappi að misstíga mig á leiðinni niður stiga nokkurn. Var á leiðinni á djammið þegar það gerðist og það gáfulega hefði verið að setja þetta strax á ís og slappa af....
En í staðinn drakk ég bara red bull blandaðan í vodka og long island ice tee. Dansaði eins og óður maður, en hlífði öðrum fætinum. Haltraði síðan upp á herbergi.
Vaknaði síðan fjórum tímum síðar, öskrandi (svona næstum því), ökklinn hafði tvöfaldað sig um nóttina og sársaukinn var eftir því. Fékk herbergisþjónustuna til að að koma og binda fótinn í ís og tókst þá að sofna.
Var síðan á faraldsfæti um daginn. Bruddi verkjapillur í miklum móð og haltraði út um allt. Var síðan orðin frekar þrekaður og sleyt mig frá hópnum sem ég var í. Fór í klippingu og settist á kaffihús að lesa. það var ágætt.
Um kvöldið var síðan farið á veitingastaðinn asia de cuba. Þetta var eitthvað sem var búið að ákveða fyrir mig á meðan ég var að skoða framtíðarhugmyndir í sambandi við spil. Ég heyrði hvað staðurinn kostaði (62 pund fyrir utan drykki) og mér blöskraði. 7000 kall fyrir utan vín. Sagði að ég mundi nöldra allt kvöldið ef maturinn væri ekki góður.
Eftir að forrétturinn var komin á borðið þá þagnaði ég. Borgaði síðan reikninginn (90 pund) með bros á vör. Einn besti veitingastaður sem ég hef komið á. Túnfisksteikin var það besta sem ég smakkaði þetta kvöld.
Í gær ætlaði ég að fara versla. Reyna finna skó handa mér og svona. Það gekk ekkert voða vel þar sem ég gat varla labbað og endaði ég þá för í bíó. Sá myndina Life Aquatic with Steve Zizzou. Fínasta ræma sem ég skemmti mér ágætlega yfir.. sýningin var líka hlélaus svo það skemmdi ekki fyrir neinu.
Verslaði síðan nokkra dvd diska og fékk mér að borða. Síðan var farið heim á hótel og þaðan upp á flugvöll. Kom síðan heim um hálf tvö leytið. Er alveg eldhress.... eða þannig...
13 febrúar, 2005
Frettir fra Nazismanum
Nuremberg
Sagt vera fyrv. hofudstadur nazisma. Vid hofum ekki hitt neina en thetta er buid ad vera frabaert. Mikil salarskodun. Margt ad skoda. Forum a syninguna og hofum eytt tveimur dogum thar (og skodad 3 sali af 12). Hofum sed helling af snidugum hlutum sem vid hofum ahuga a. vid toludum vid jungle speed kallin og hann vildi allt fyrir okkur gera.
Godur bjor, godur matur, fullt af vindverkjum (hver sagdi mexiko stadi.. tvisvar i rod????), helling af spilum, keyptum nokkur, fengum eitt gefins, hittum helling af folki sem er ad networkast med okkur,
gedveik reynsla...
og bae the vei.. misstum af flugvelinni, keyrdum i klukkustund i ofuga att (allt gebbanum ad kenna... hey thetta er mitt blogg og eg ma segja allt a tvi!!!!!), buin ad standa mig gedveikt vel sem navigator!!! (minni enn a ad thetta er mitt blogg).
helling eftir... bara byrjun!!!!
07 febrúar, 2005
Að meika það
Meikdraumar
Tveir dagar í meikferðina mína. Mun ég verða heimsfrægur og uppgötvaður af elítunni og fá mitt ríkidæmi sem ég á skilið?
neee...
Lendi í London um sjö leytið og 12 tímum seinna er flug til Þýskalands. Á maður að reyna finna gistingu? Ég veit ekki hvort að það tekur því.. sé til.
Síðan að redda sér til Nuremberg. Eigum ekki gistingu fyrstu nóttina... :D reddast það ekki?
Tilraun verður gerð til að ná í ákveðið viðskiptatækifæri. En annars þá verður þetta bara fínasta skemmtun..
nema ef við fáum ekki passana inná ráðstefnusvæðið, og við þurfum að sofa úti fyrstu nóttina og við verðum rændir. Að farfuglaheimilið verður ógeðslegt og við komumst ekki í sturtu þessa viku sem við erum þarna. Ef Pétur hittir okkur ekki...
Það er margt sem gæti eyðilagt þessa skemmtun. En maður verður víst bara að lifa við það. Er það ekki annars?
03 febrúar, 2005
Samtal í draumi
Samtal
Ég átti gott og langt samband við manneskju sem mig hefur langað að tala við í langan tíma. Mig hefur langað að ræða við hana um starfsaðferðir hennar og hvernig hún hefur komið fram við ýmsa í kringum sig.
Þegar ég var að starfa með henni þá fannst mér ég verða illa svikin af henni og það hefur blundað í mér gremja síðan. Þessi gremja kom á yfirborðið fyrir nokkru þegar ég var að ræða við mann sem finnst hann vera illa svikin af þessari manneskju. Við ræddum aðeins um þessa manneskju (baktöluðum hana) og hann hafði ýmsar sögur að segja. Ekki neinar sem kom mér á óvart en voru staðfesting á því sem mig grunaði.
Þannig að ég settist niður með þessari umtöluðu manneskju og við ræddum um þetta mál. Mér þykir nefnilega mjög vænt um þessa manneskju og bjóst við miklu betri starfsháttum frá henni. Þess vegna varð ég soldið bitur. Við ræddum heillengi um þetta og við opnuðum okkur bæði. Ræddum um hvað okkur mislíkaði í fari hvors annars. Ræddum þetta lengi og vel og féllum síðan í faðma sátt og glöð.
Skildum síðan við annað í góðu. Bæði sátt við hvort annað.
Verst að þetta var draumur....
02 febrúar, 2005
Andvökunótt
Andvöku nótt
Ég svaf frekar illa í nótt. Átti erfitt með að festa svefn og dottaði síðan alla nóttina. Það var of heitt í herberginu, eða of kalt, þungt loft, hávaði í glugganum o.s.frv. Var mjög þreyttur og nennti þess vegna ekki framúr eða að fara lesa svo að ég lá þarna, dauðþreyttur og bíðandi eftir því að sofna. Svefninn kom um sjö leytið.
Ég hringdi mig inn og spurði hvort að ég gæti ekki mætt klukkan eitt og það var í lagi.
Ég finn fyrir einhverju stressi. Einhverju laumupúkastressi. Einhverju stressi sem ég virðist ekki geta horft í augun á. Ekki geta tekist á við. Það er óþægilegt. Veit ekki af hverju ég er svona stressaður.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)