21 apríl, 2006

Ástæður fyrir rafrausi

Ástæður


Ég hef stundum verið spurður að því hvers vegna ég skrifa svona "opinbert" rafraus. Í mínu rafrausi tala ég stundum um hluti sem ber sjaldan eða aldrei upp á góma í venjulegum samræðum. Tala um hægðir, hor og eyrnamerg.

Ég hef örugglega nefnt þessar ástæður nokkrum sinnum áður en það er alltaf gaman að endurtaka sig, en með auka upplýsingum.

Einu sinni (já þessum ástæða fylgir saga) þá var ég að vinna í leikskólanum og fékk blóðnasir. Alveg rosa blóðnasir.. það blæddi gríðarlega mikið og var ekkert lát á... ég fór auðvitað inná baðherbergi og reyndi að nota aðferðirnar sem ég þekkti til að stöðva þessa blæðingu. Ekkert gekk. Snýtipappír eftir snýtipappír varð blóðfylltur og var hent í klósettið. Eftir svona 20 mín þá tók ég eftir því að það var búið að minnka blóðstreymið og ég sá að það var einhver slím húð í nefinu. Þreifaði á henni og þetta var einhver stóð blóðkökkur í nefinu. Ég hugsaði "heilinn er að leka út" og byrjaði að panika.. vissi ekkert hvað ég átti að gera.. var inní klósettinu og byrjaði að kvíða. Eftir smá tíma.. blóðið ennþá að leka og heilin var byrjaður að smokra sér áfram..

Þá kíkti ég fram og stökk á aðstoðarleikskólastjórann (sem var svona "hjúkka" staðarins). Spurði hana hvað þetta væri.. hún horfði og sagði að þetta væri blóðlifur. Væri algengt og gerðist þegar voru miklar blóðnasir og þá storknaði blóðið og safnaðist í kekki. Hún sagði mér að snýta þessu út. Sem ég og gerði. Blóðnasirnar hættu og ég gat gengið út með höfuðið hátt.

Þessi dæmisaga segir mér að með upplýsingum, með því að tala við fólk um þetta þá reddast málið.

Þess vegna langar mig oft að spyrja fólk "hvernig eru hægðirnar hjá þér" "bíddu, ertu með kvef? Hvernig er horið? Slímugt? Þurrt? Mest á morgnanna?" "Færðu mikinn eyrnamerg? Hve mikinn?"

En ef ég myndi spyrja fólk þá mundu örugglega margir stama og vilja ekkert svara. En ég spái oft í þessu, hvort að ástandið hjá mér sé eðlilegt, hvort að það sé hægt að laga þetta o.s.frv. En ég get ekki spurt. Svo að ég skrifa um það hér.. þá opna ég líka umræðuna. Hef átt í ófáum samræðum um eyrnamerg eftir að ég skrifaði þá pistla. Komst að því að einn vinur minn fer reglulega til læknis til að láta skola út. Annar notar eitthvað efni til að hreinsa, annar þarf ekkert að spá í þetta og svo framvegis.

Með betri upplýsingum þá fræðist ég meira um sjálfan mig. Þess vegna skrifa ég pistla um ýmis málefni sem eru ekki oft til umræðu. En það eru ýmis mál sem ég vil forvitnast um en myndi ekki detta í hug að skrifa hér. Tilfinningar eru til dæmis eitt af þeim. Það er of persónulegt.

18 apríl, 2006

fréttir og ester

Fréttir


Eins og fólk kannski tekur eftir þá hef ég ekki verið að skrifa mikið á rafrausið mitt. Hluti af ástæðunni er faðir minn og spítalavist hans en það er ekki öll sagan.

Mitt líf hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum síðan í Janúar. Ný vinna, ný framtíðarplön, fluttur aftur til gamla settsins og síðan tókst mér að næla mér í stelpu.

Hallur segir að ég sé yfirlýsingaglaður svo að ég ætla sleppa þeim öllum.. bara segja að ég er mjög sáttur og ég vona innilega að þetta muni endast.

En annars hefur lífið gengið sinn vanagang. Spila minna roleplay en er búin að spila frekar mikið af borðspilum. Hef horft talsvert á imbann og farið nokkrum sinnum í bíó. Lesið nokkrar bækur, við að þvo þvott talsvert (þar sem ég er bara með tvennt af næstum öllu, buxum, skyrtum, bolum). Farið nokkrum sinnum austur í sumarbústaðinn.

Á sunnudaginn næsta mun ég ferðast til Prag. Aðallega er ég að fara vegna þess að stúlkan (kærastan) er að koma í heimsókn til mín en síðan er ég líka að fara til að sækja mín 30 kíló af drasli sem ég skildi eftir.

En já.. er að spá að skrifa á næstunni um: Rakstur á líkamshárum karlmanna (þ.e.a.s mínum hárum), áframhald á eyrnamergsmálinu (sem er að taka nýjar "áhugaverðar" áttir), og eflaust fleira.

09 apríl, 2006

Mér leiðist

Mér leiðist

Er að vinna núna.. komin í smá helgar djobb... aðallega felst vinnan í því að vera til staðar ef eitthvað kemur upp á... og það er ekkert að koma upp á.

Sem er bara fínt vegna þess að ég mundi örugglega bara panika ef eitthvað myndi koma uppá.

En ég hef lítið að gera.. fékk mér bók til að lesa.. en tekst ekkert að ná einbeitningunni. Veit eiginlega ekki hvað ég á að gera af mér..

Mér leiðist bara...

Síðan hef ég ekkert til að skrifa um hérna.. jæja.. sumir dagar eru bara ekkert sérstakir.. maður verður bara að sætta sig við það.

06 apríl, 2006

Að fela sig

Bunker

Stundum fæ ég á tilfinninguna að það væri nú best að fjárfesta í einum bunker (skotgröf, skýli, kjarnorkubyrgi). Það dynja yfir fjölskylduna fáránlegir hlutir.. er þetta ekki komið nóg?

Það hlýtur að vera...

04 apríl, 2006

Að spila

Í gær hringdi Gissur í mig og spurði hvort að ég vildi koma og spila. Spila hlutverkaspil (roleplay). Ég hef ekki gert það síðan í enda janúar. Er búin að spila hlutverkaspil síðan ég var ellefu ára (17 ár). Meiri hlutann af ævi minni hef ég verið að spila þetta.

Ég hef rætt um það að þetta er minn veruleikaflótti. Og ef einhver mundi taka saman tíman sem ég hef eytt í að spila/hugsa/pæla um hlutverkaspil.. þá yrði sú tala örugglega allt of há.

En allt í einu þá hef ég enga þörf fyrir að spila. Enga þörf fyrir að fara í einhvern annan heim. Alls enga þörf...

Ég hef útskýrt það þannig að núna var of mikill raunveruleiki til að geta flúið hann.

En á morgun ætla ég að kíkja á spilerí. Taka við hlutverki "el Heffe", bandarískum svertingja um fertugt sem er ennþá í huganum í eiturlyfjastríðunum. Reyna að sjá hvort að ég fá einhverja gleði að skjóta eiturlyfjabaróna og aðra drullusokka.

Er efins...