En þetta er búið að vera rosa gaman. Eflaust eftir að batna talsvert þegar líður á. En það er hellings vinna í gangi. Heimapróf 15. september, fyrirlestur 17. september og það á skila stefnu fyrir einhvern aðila 20. september. En ég held að allt á eftir að ganga upp og er byrjaður að vera rosa spenntur.
30 ágúst, 2008
Í skólanum
Jæja þá er maður sestur aftur á skólabekk. MPM nám er hafið. Master of project management. Hvers vegna það nám var valið er umræða sem er löng og nenni ekki að fara út í núna. Þetta er þriðji dagurinn. Byrjaði síðasta fimmtudag og er síðan búinn að vera á milljón í þessu. Að lesa aðallega. Áttum að lesa um 200 blaðsíður fyrir morgundaginn og það fengum við að vita í gær.
27 ágúst, 2008
Podcast
Ó mæ god....
Ég er búinn að kynnast Podcast og það er nokkuð augljóst að tónlist mun bara hljóma í Ipodinum þegar ég er að lesa. Í rútunni þá mun ég hlusta á misgáfulegt fólk ræða um misgáfulega hluti.
Nú er ég að hlusta á Forum: world of Ideas, BBC þáttur þar sem þrír aðilar ræðar um ýmsa hluti, dauðann, Taboo og aðrar hugmyndir.
Er búinn að hlaða niður þáttum frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.
Ég elska internetið.
26 ágúst, 2008
Heilræði
Þegar börn eru farin að spyrja stanslaust um sama hlutinn og það fer í taugarnar á þér þá skaltu svara einhverju algerlega út í hött. T.d
Harpa Mjöll: Hvað heitiru? (í 378sta skiptið)
Þú: Ég heiti Harpa Mjöll
Harpa Mjöll: Nei, ég heiti Harpa Mjöll! (alveg þvílíkt hneyksluð)
Þú: Nú? Hvað heiti ég þá?
Harpa Mjöll: Þú heitir Jens (í mínu tilfelli).
Eða
Harpa Mjöll: Hvenær kemur Mamma/pabbi/afi/amma til að sækja mig (í 128sta skiptið).
Þú: Þau ætla ekkert að koma, þú kemur heim með mér.
Harpa Mjöll: Ha?, nauts. Ég á heima hjá mömmu/pabba/afa/ömmu.
Þú: Ekki lengur, nú áttu heim hjá mér.
Harpa Mjöll: Nei þau koma á eftir.
Þú: Nú? Hvenær?
og þá fylgir ræða um hvenær þau koma (eftir hádegismat, eftir hvíld, eftir innigarð o.s.frv.).
Mun þetta valda þeim sálrænum skaða í framtíðinni? Iss það hafa engar rannsóknir verið gerðar á því.
Í USA var keypt ýmiss varningur, er ég mjög sáttur við hana Bellu McIntosh, nýja viðhaldið mitt og nýja hunangið mitt sem ég eignaðist eftir hörð slagsmál við Amish stúlku í Ohio (nálægt Berlin) er alveg yndislegt.
Síðan ein mynd í lokin, hámenning í USA
16 ágúst, 2008
Gen Con
Þriðji dagur í Gen Con og þreytan er farin að gera vart við sig. Ekki það að ég hafi spilað mikið. Þvert á móti, Larp, 2x farið í gegnum Delver, einn kynning á Overlord og Trail of Cthulu, Núna er stefnan að kíkja á morgunmat með Hickman (Hickmans killer breakfast). Og síðan verður tekið meira larp í kvöld. Vonandi kemst maður í eitthvað tabletop í dag, en það er ekki víst. Síðan verður tekið meira trail of Chtulu á morgun og vonandi getur maður kíkt á Mayfair games.
Kveðja frá Gen Con
Kveðja frá Gen Con
15 ágúst, 2008
USA - Gen Con
Ég er staddur á Gen Con 2008 í Indianapolis. Fór til Bandaríkjana fyrir tæpri viku og hef verið að ferðast til þessara staðar síðan. Vínsmökkun í New York fylki, mikil keyrsla og síðan keyra í gegnum Amish ríki. Við erum fimm aðilar sem eru saman. Við vorum sex í byrjun en vegna fráfalls þá fór einn heim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)