Hættum að tala, látið dótið vera, slökkvið á sjónvarpinu, lokiði andlitsskruddunni, lokið þið skjánum á tölvunni, slökkvum á ljósunum, pökkum saman gleðinni, leyfið myrkrinu að ná inn, hræðist ekki, horfist í auga við ykkur, lokið síðan augunum, leggist þið niður, setið hendurnar yfir andlitið,
hverfið.
30 nóvember, 2008
24 nóvember, 2008
Sufjan Stevens
Það er eitthvað svo heillandi og dáleiðandi við tónlistina hans. Mig langar ótrúlega mikið að sjá hann á sviði.
Síðan er þetta besta lagið hans, að mínu áliti. Finnst það áleitandi og ég sit alltaf eftir með röddina hans endurrómandi í huga mér.
Annars fer öll mín rafrausarorka í Dagbókina sem ég er að skrifa fyrir skólann.
Síðan er ég pirraður út í sjálfan mig fyrir að hafa valið það að fara ekki á tónleikana í gær. Djöfullsins....
Síðan er þetta besta lagið hans, að mínu áliti. Finnst það áleitandi og ég sit alltaf eftir með röddina hans endurrómandi í huga mér.
Annars fer öll mín rafrausarorka í Dagbókina sem ég er að skrifa fyrir skólann.
Síðan er ég pirraður út í sjálfan mig fyrir að hafa valið það að fara ekki á tónleikana í gær. Djöfullsins....
21 nóvember, 2008
17 nóvember, 2008
Matur fyrir piparsveina
Já núna er ég búinn að búa einn í smá tíma og ég hef eldað nokkrum sinnum. Ekki mjög merkilegar máltíðir, en máltíðir samt. Það er gott að hafa Ragga kokk í næsta húsi svo maður svelti ekki dögunum saman.
En ég fjárfesti í WOK pönnu og hef notað hana. Eldað núðlur, almennilegar hrísgrjónanúðlur, soðið þær og síðan hent lauk og pepperoni, einhverri sósu og síðan sett núðlurnar úti í endann. Bragðast rosa vel og þrátt fyrir að ég er enn að þreifa mig áfram með skammtastærðir þá verður maður saddur af þessu.
Á morgun ætla ég að elda beikon, egg og núðlur, skellt öllu saman á pönnunni minni góðu.
Annars er ég ekki að blogga mikið þar sem ég skrifa í dagbókina á hverjum degi og það tekur þó nokkra orku. Voðalega erfitt að rafrausast í leiðinni.
En ég fjárfesti í WOK pönnu og hef notað hana. Eldað núðlur, almennilegar hrísgrjónanúðlur, soðið þær og síðan hent lauk og pepperoni, einhverri sósu og síðan sett núðlurnar úti í endann. Bragðast rosa vel og þrátt fyrir að ég er enn að þreifa mig áfram með skammtastærðir þá verður maður saddur af þessu.
Á morgun ætla ég að elda beikon, egg og núðlur, skellt öllu saman á pönnunni minni góðu.
Annars er ég ekki að blogga mikið þar sem ég skrifa í dagbókina á hverjum degi og það tekur þó nokkra orku. Voðalega erfitt að rafrausast í leiðinni.
08 nóvember, 2008
Verkefni fyrir skólann
Næstkomandi mánudag þá þarf ég að byrja á dagbók. Í hana þarf ég að skrifa pælingar, hugsanir, drauma og bara allt tengt sjálfum mér. Verð að gera það í 90 daga, 15 til 30 mínútur á dag. Síðan þarf ég að gera persónulega stefnumótun. Þarf að skrifa niður lífsýn, gildi, greina stöðu mína í dag (nota SVÓT, PESTEL o.fl,), markmið og greina þau niður í deilimarkmið og síðan gera áætlun um hvernig ég á að ná þeim markmiðum. Þarf að gera verkefnisáætlun fyrir Jens Ívar ehf.
Sjálfsskoðun á þessum tíma. Þegar ég vill helst spila til að gleyma.
Sjálfsskoðun á þessum tíma. Þegar ég vill helst spila til að gleyma.
07 nóvember, 2008
Þetta gekk ekki upp
Fyrir mörgum árum þá lenti ég í ástarsorg. Þáverandi stóra ástin í lífi mínu hætti með mér og ég var rosa sár. Talaði um þetta við alla sem ég hitti og velti mér upp úr þessu.
Síðan fór ég að vinna í sumarvinnu og hitti þar einn aðila sem ég hafði verið að vinna með um jólin. Hann spurði mig um kærustuna og þá sagði ég að við höfðum hætt saman.
"Nú?" Sagði hann og hleypti í brýrnar.
"Já, hún var ekki lengur hrifin af mér og vildi að við værum vinir og síðan fór hún að tala um einhvern annan gaur..."
"Heyrðu, Jens" Sagði vinnufélaginn og greip fram í fyrir mér. "Það þýðir ekkert að vera velta sér upp úr þessu. Ef einhver spyr þá er bara best að segja það gekk ekki upp." Síðan fann hann sér eitthvað annað að gera, afgreiða viðskiptavin eða eitthvað.
Ég sá alveg að hann hafði engan áhuga að hlusta á eitthvað röfl í mér. Mig tala um einhverja ástarsorg og mínar vangaveltur um hvað hafði farið úrskeiðis. Þetta varð til þess að ég opnaði augun, ekki of mikið samt. Ég röfla enn um ástina við vini mína en ég reyni að velta sem minnst úr þessu. Já, ég er í ástarsorg. Já, ég er sorgmæddur og er í niðursveiflu.
En best er að segja "Sambandið gekk ekki upp".
Síðan fór ég að vinna í sumarvinnu og hitti þar einn aðila sem ég hafði verið að vinna með um jólin. Hann spurði mig um kærustuna og þá sagði ég að við höfðum hætt saman.
"Nú?" Sagði hann og hleypti í brýrnar.
"Já, hún var ekki lengur hrifin af mér og vildi að við værum vinir og síðan fór hún að tala um einhvern annan gaur..."
"Heyrðu, Jens" Sagði vinnufélaginn og greip fram í fyrir mér. "Það þýðir ekkert að vera velta sér upp úr þessu. Ef einhver spyr þá er bara best að segja það gekk ekki upp." Síðan fann hann sér eitthvað annað að gera, afgreiða viðskiptavin eða eitthvað.
Ég sá alveg að hann hafði engan áhuga að hlusta á eitthvað röfl í mér. Mig tala um einhverja ástarsorg og mínar vangaveltur um hvað hafði farið úrskeiðis. Þetta varð til þess að ég opnaði augun, ekki of mikið samt. Ég röfla enn um ástina við vini mína en ég reyni að velta sem minnst úr þessu. Já, ég er í ástarsorg. Já, ég er sorgmæddur og er í niðursveiflu.
En best er að segja "Sambandið gekk ekki upp".
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)