29 mars, 2005

Trúarpróf

Tók próf!

Samkvæmt þessu þá eru mínar skoðanir líkast þeim sem halda því fram að það er ekki hægt að sanna tilvist guðs eður ei. Finnst ekki þess virði að skoða þetta (mín túlkun).

En síðan kemur ateism, satanism, Paganism og þá loksins kemur einhver trú og það er Islam.

Þannig að það er nokkuð augljóst að ég er eigi mjög trúaður maður.


You scored as agnosticism. You are an agnostic. Though it is generally taken that agnostics neither believe nor disbelieve in God, it is possible to be a theist or atheist in addition to an agnostic. Agnostics don't believe it is possible to prove the existence of God (nor lack thereof).
Agnosticism is a philosophy that God's existence cannot be proven. Some say it is possible to be agnostic and follow a religion; however, one cannot be a devout believer if he or she does not truly believe.

agnosticism

79%

atheism

67%

Satanism

67%

Paganism

58%

Islam

54%

Buddhism

42%

Hinduism

33%

Judaism

29%

Christianity

21%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com

23 mars, 2005

Jökulsárgljúfur

Að skipuleggja gönguferð

Ég minntist á það fyrri nokkrum dögum síðan að ég mundi fara í gönguferð um jökulsárgljúfur.

Jæja það á að vera að veruleika. Ég ætla að ganga þetta í annað skiptið á ævinni. En í þetta skipti ætla ég að bjóða öllum sem vilja ganga með að koma.

Ég býst við að dagskráin verði einhvern veginn á þessa leið.

Föstudagur : Mæting að Dettifossi. Slegið verður upp tjaldi á því tjaldsvæði og undirbúið sig fyrir hina miklu göngu.
Laugardagur: Gengið verður 18 km að vesturdal og slegið upp tjaldi. Það verður ekki farið hratt yfir og má búast við miklum hvíldum til átu.
Sunnudagur: Gengið frá Vesturdal til Ásbyrgis. Síðan fara allir heim daginn eftir eða sama dag.

Ég mundi búast við því að fólk þurfi að taka sér frí að minnsta kosti á mánudeginum.

Það sem er nauðsynlegt í svona ferð er:
Gönguskór, Göngustafir, Bakpoki, aðgang að tjaldi, matur, vatnsbrúsi, regnföt, föt til skiptana, skó til að vaða í.

Ég er að spá að fara í júlí. Hvernig líst ykkur á það?

18 mars, 2005

Ebay kaup

Ég er nú stundum meira fíflið...

Jamm eins og sumir vita þá fer ég oft á ebay og versla. Hef keypt mér marga "nytsamlega" hluti í gengum vefinn. Flest allar Cthulu bækurnar mínar, Lemoney Snicket bækurnar, Birthright bækurnar, allt TMNT safnið, o.fl.

Ég var síðan að fletta í gegnum vefinn um daginn og sá þar bókasafn til sölu. 54 Dean Koontz bækur. Ég stökk á það og bauð í það safn. Eftir smá kapp þá voru bækurnar mínar. MUHAHAHAAHAHA.. ég var rosa kátur... þangað til......

Ég sendi honum tölvupóst og spurði hann hvað það kostaði að flytja þetta til Íslands. Hann svaraði með þeim orðum "Það kosta ekki neitt þar sem þetta er sent í gegnum email..."

Kaldur sviti, skjálfti, hræðsla. Flett upp síðunni. Horft og lesið. Hjartsláttur eykst. Orðið "Electronic copies". Crap, crap, crap, crap.

Jæja.. það þýðir ekki að væla. Mér að kenna. Svona kennir manni að lesa hlutina betur. Fannst líka undarlegt að ég fékk þetta á svona góðu verði. Ebay er samt snilld..

17 mars, 2005

Sin city frh.

Sin City

Jæja trailer nr. 2 er komin.. gæsahúðatími er mættur...

1. aprí í BNA.. hvenær ætli hún verði frumsýnd hérna? Hlakka til, hlakka til...

var að horf á hann aftur.. sjit sjit sjit...

spenntur...

14 mars, 2005

Tiltekt

Tiltekt

Þetta var mjög fín helgi. Man ekkert hvað ég gerði á föstudaginn.. júúúúú.. var með Árna og Lindu (ísferð... sem var engin ísferð... ) Keypti mér sæng og kodda! Ótrúlega góð sæng.

Á laugardaginn fór ég í L-12. En það var allt öðruvísi því það var einhver sem hringdi í mig og bað mig um að koma á vakt.. ekki öfugt..

Síðan um kvöldið fór ég í bíó á myndina Hitch (ágæt ræma.. áreynslulaus afþreying) og síðan snemma að sofa.

dagurinn á sunnudegi var tekin með trukki,. Vaknað snemma, skutlað Dóu í vinnuna, kíkt í heimsókn til Lindu og síðan til foreldrana og spilað Catan (sem ég vann) og síðan heim og tekið til í bókasafninu.

Já ég tók til í bókasafninu mínu. Tók úr kössum sem voru búnir að safna ryki í rúmt ár, sett skrifborð í herbergið og reynt að gera allt snyrtilegt. Er ekki alveg búin að gera allt fínt.. en þetta er á leiðinni. Bróður minn og erfinginn hans komu í heimsókn og var tekið í Catan (sem ég vann).

Síðan var farið snemma að sofa.

Já þetta var bara fínasta helgi.

11 mars, 2005

Rant um Group

Röfl um Group

Ímyndið ykkur að ég sé að tuldra þetta.

Ég er hluti af samsteypu sem kallast Credit Info group. Þetta fyrirtæki með þessu nafni var búið til fyrir um ári síðan. Nú eru þetta "group" nafn að tröllríða öllu.

Hann Þorbergur Pálsson röflaði um þetta á bakþönkum og ég tek undir hans orð. Bull og vitleysa. Hvað á þetta að þýða að setja einhver tískunöfn á fyrirtæki? Einhver feitur markaðsstjóri hefur ákveðið þetta að þetta sé málið. Group. Hafa svona international trend (ekki alþjóðlegt.. vegna þess að markaðstjórinn vill hafa svona útlenskt nafn).

Ég skil group nafni (er víst líka hluti af því). Mitt fyrirtæki er alþjóðlegt fyrirtæki sem er staðsettur í 10+ löndum sem sérhæfir sig í lánstraustar upplýsingum. Nafnið segir allt sem segja þarf Credit Info Group (alþjóðlegur hópur fyrirtækja sem sérhæfir sig í Credit info).

En Dagur-Group eða Fl Group?????? Hverslags heiladauðu einstaklingar duttu þetta í hug? Lýsir þetta einhverju? Segir þetta eitthvað? Ekki görn.

Ég held stundum að það sé hlustað of mikið á markaðsmenn. Í þessu tilviki ætti að vera opinber flenging

(ýmindið ykkur á fundi hjá stjórn hárgreiðslustofunnar Mondo, þá stendur hann Gunnar markaðsséni upp og segir " já ef við myndum breyta nafninu í M-Group vegna þess að þetta eru tvær hárgreiðslustofur sem bæði hafa M í nafninu sínu. Það lætur fólk halda að þetta sé svona alþjóðleg keðja og kemur þess vegna í hárgreiðslustofuna! Sniðugt? M-group.. klippir líka þig." Hann myndi ljúka máli sínu og þá myndu stjórnarmennirnir líta hvern á annan og síðan..... "Á Ingólfstorg með hann" "10 svipuhögg" og síðan myndi Gunnar fá hræðslusvip og byrja öskra.. "neeee.. M-group er málið.... neeeeeeeeeee"..)

Helvítis fífl....

07 mars, 2005

bað

Að fara í bað

Það veitir mér mikla fróun. Í baði þá verður hugur minn rólegri. Hugsunin verður skýrari og vandamál verða oft leyst.. eða það kemur nýtt ljós á þær.

Fór í bað áðan.. frekar fúll og leiður.. eins og sést fyrir neðan. Það er mikið að gerast og mörg verkefni sem liggja á mér (að mér finnst).

En í baðinu þá fór ég yfir þetta og verkefnin voru - ritgerðarsmíð, Junglespeed, kærastan, spilerí, vinir, fjölskyldan, áhorf á 24 og á lost, Rauði krossin.

Og einhvern veginn þá var þetta ekki svo mikið í huganum. Ætla fara eftir ráðleggingum kunningja míns á morgun í sambandi við ritgerðarsmíðina (msn í baði er stórkostlegur hlutur), jungle speed hefur sinn hraða, var að losa mig við ábyrgðina á búðinni í dag og er þá hættur í öllum verkefnum á vegum rauða krossins. Og síðan er fjölskyldan og vinirnir eitthvað sem er og lítið sem ég get gert í.

Spilerí er auðvitað sér kapituli.. en þar sem það er hobbíið mitt þá má það hanga aðeins.

Þannig að bottom lænið er að ég er bara í ágætu róli núna.

Fúll

Leiðindi

Er fúll og leiður. Nenni ekki neinu. Fullur af kvefi og var með hitavott í morgun. Þunglyndur..

pirraður..

Andstkotans kvef og rugl. Nenni þessu ekki.

Langar að sparka í hund.

Urra á einhvern.... URRRRRR......

01 mars, 2005

Turkmenistan

Gleðifréttir.

Í sinni endalausri visku þá lokaði Faðir Turkmenista (Turkmenbashi) öllum spítölum í landinu nema í höfuðborginni. Hann sagði að ef fólk sé veikt þá getur það komið til höfuðborgarinnar. Þetta mun spara landinu miljónir.... já miljónir!

Og auðvitað vegna þess að fólk sem býr í landsbyggðinni kann ekki að lesa þá er alger óþarfi að ríkið borgi fyrir bókasöfn úti á landi. Enn meiri sparnaður.

Já Lífstíðarforsetinn kann sitt fag og hugsar vel um land og þjóð.

Já áfram Turkmenbashi og megi hann lengi lifa, Húrra, húrra, húrra!

Sjá nánar
Fréttir
wikipedia
Síðan er alltaf hægt að gúgla þennan frábæra mann