Ég er nú stundum meira fíflið...
Jamm eins og sumir vita þá fer ég oft á ebay og versla. Hef keypt mér marga "nytsamlega" hluti í gengum vefinn. Flest allar Cthulu bækurnar mínar, Lemoney Snicket bækurnar, Birthright bækurnar, allt TMNT safnið, o.fl.
Ég var síðan að fletta í gegnum vefinn um daginn og sá þar bókasafn til sölu. 54 Dean Koontz bækur. Ég stökk á það og bauð í það safn. Eftir smá kapp þá voru bækurnar mínar. MUHAHAHAAHAHA.. ég var rosa kátur... þangað til......
Ég sendi honum tölvupóst og spurði hann hvað það kostaði að flytja þetta til Íslands. Hann svaraði með þeim orðum "Það kosta ekki neitt þar sem þetta er sent í gegnum email..."
Kaldur sviti, skjálfti, hræðsla. Flett upp síðunni. Horft og lesið. Hjartsláttur eykst. Orðið "Electronic copies". Crap, crap, crap, crap.
Jæja.. það þýðir ekki að væla. Mér að kenna. Svona kennir manni að lesa hlutina betur. Fannst líka undarlegt að ég fékk þetta á svona góðu verði. Ebay er samt snilld..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli