23 mars, 2005

Jökulsárgljúfur

Að skipuleggja gönguferð

Ég minntist á það fyrri nokkrum dögum síðan að ég mundi fara í gönguferð um jökulsárgljúfur.

Jæja það á að vera að veruleika. Ég ætla að ganga þetta í annað skiptið á ævinni. En í þetta skipti ætla ég að bjóða öllum sem vilja ganga með að koma.

Ég býst við að dagskráin verði einhvern veginn á þessa leið.

Föstudagur : Mæting að Dettifossi. Slegið verður upp tjaldi á því tjaldsvæði og undirbúið sig fyrir hina miklu göngu.
Laugardagur: Gengið verður 18 km að vesturdal og slegið upp tjaldi. Það verður ekki farið hratt yfir og má búast við miklum hvíldum til átu.
Sunnudagur: Gengið frá Vesturdal til Ásbyrgis. Síðan fara allir heim daginn eftir eða sama dag.

Ég mundi búast við því að fólk þurfi að taka sér frí að minnsta kosti á mánudeginum.

Það sem er nauðsynlegt í svona ferð er:
Gönguskór, Göngustafir, Bakpoki, aðgang að tjaldi, matur, vatnsbrúsi, regnföt, föt til skiptana, skó til að vaða í.

Ég er að spá að fara í júlí. Hvernig líst ykkur á það?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli