Röfl um Group
Ímyndið ykkur að ég sé að tuldra þetta.
Ég er hluti af samsteypu sem kallast Credit Info group. Þetta fyrirtæki með þessu nafni var búið til fyrir um ári síðan. Nú eru þetta "group" nafn að tröllríða öllu.
Hann Þorbergur Pálsson röflaði um þetta á bakþönkum og ég tek undir hans orð. Bull og vitleysa. Hvað á þetta að þýða að setja einhver tískunöfn á fyrirtæki? Einhver feitur markaðsstjóri hefur ákveðið þetta að þetta sé málið. Group. Hafa svona international trend (ekki alþjóðlegt.. vegna þess að markaðstjórinn vill hafa svona útlenskt nafn).
Ég skil group nafni (er víst líka hluti af því). Mitt fyrirtæki er alþjóðlegt fyrirtæki sem er staðsettur í 10+ löndum sem sérhæfir sig í lánstraustar upplýsingum. Nafnið segir allt sem segja þarf Credit Info Group (alþjóðlegur hópur fyrirtækja sem sérhæfir sig í Credit info).
En Dagur-Group eða Fl Group?????? Hverslags heiladauðu einstaklingar duttu þetta í hug? Lýsir þetta einhverju? Segir þetta eitthvað? Ekki görn.
Ég held stundum að það sé hlustað of mikið á markaðsmenn. Í þessu tilviki ætti að vera opinber flenging
(ýmindið ykkur á fundi hjá stjórn hárgreiðslustofunnar Mondo, þá stendur hann Gunnar markaðsséni upp og segir " já ef við myndum breyta nafninu í M-Group vegna þess að þetta eru tvær hárgreiðslustofur sem bæði hafa M í nafninu sínu. Það lætur fólk halda að þetta sé svona alþjóðleg keðja og kemur þess vegna í hárgreiðslustofuna! Sniðugt? M-group.. klippir líka þig." Hann myndi ljúka máli sínu og þá myndu stjórnarmennirnir líta hvern á annan og síðan..... "Á Ingólfstorg með hann" "10 svipuhögg" og síðan myndi Gunnar fá hræðslusvip og byrja öskra.. "neeee.. M-group er málið.... neeeeeeeeeee"..)
Helvítis fífl....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli