14 mars, 2005

Tiltekt

Tiltekt

Þetta var mjög fín helgi. Man ekkert hvað ég gerði á föstudaginn.. júúúúú.. var með Árna og Lindu (ísferð... sem var engin ísferð... ) Keypti mér sæng og kodda! Ótrúlega góð sæng.

Á laugardaginn fór ég í L-12. En það var allt öðruvísi því það var einhver sem hringdi í mig og bað mig um að koma á vakt.. ekki öfugt..

Síðan um kvöldið fór ég í bíó á myndina Hitch (ágæt ræma.. áreynslulaus afþreying) og síðan snemma að sofa.

dagurinn á sunnudegi var tekin með trukki,. Vaknað snemma, skutlað Dóu í vinnuna, kíkt í heimsókn til Lindu og síðan til foreldrana og spilað Catan (sem ég vann) og síðan heim og tekið til í bókasafninu.

Já ég tók til í bókasafninu mínu. Tók úr kössum sem voru búnir að safna ryki í rúmt ár, sett skrifborð í herbergið og reynt að gera allt snyrtilegt. Er ekki alveg búin að gera allt fínt.. en þetta er á leiðinni. Bróður minn og erfinginn hans komu í heimsókn og var tekið í Catan (sem ég vann).

Síðan var farið snemma að sofa.

Já þetta var bara fínasta helgi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli