Að fara í bað
Það veitir mér mikla fróun. Í baði þá verður hugur minn rólegri. Hugsunin verður skýrari og vandamál verða oft leyst.. eða það kemur nýtt ljós á þær.
Fór í bað áðan.. frekar fúll og leiður.. eins og sést fyrir neðan. Það er mikið að gerast og mörg verkefni sem liggja á mér (að mér finnst).
En í baðinu þá fór ég yfir þetta og verkefnin voru - ritgerðarsmíð, Junglespeed, kærastan, spilerí, vinir, fjölskyldan, áhorf á 24 og á lost, Rauði krossin.
Og einhvern veginn þá var þetta ekki svo mikið í huganum. Ætla fara eftir ráðleggingum kunningja míns á morgun í sambandi við ritgerðarsmíðina (msn í baði er stórkostlegur hlutur), jungle speed hefur sinn hraða, var að losa mig við ábyrgðina á búðinni í dag og er þá hættur í öllum verkefnum á vegum rauða krossins. Og síðan er fjölskyldan og vinirnir eitthvað sem er og lítið sem ég get gert í.
Spilerí er auðvitað sér kapituli.. en þar sem það er hobbíið mitt þá má það hanga aðeins.
Þannig að bottom lænið er að ég er bara í ágætu róli núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli