30 apríl, 2003

Sivar er Klikk!

Nú er það staðfest. Það eina sem þarf að gera er að bíða eftir köllunum í hvítu sloppunum.

Mig dreymdi draum í nótt. Sem er nú ekki frásögu færandi í sjálfu sér en draumurinn var sterkt tákn um Geðveilu.

Ég var lengi að sofna í nótt aðalega vegna þess að ég hafði verið að lesa sögur eftir H.P. Lovecraft. Og þær voru að halda fyrir mér vöku, dottaði og vaknaði svo við að ég hélt að einhver væri í herberginu mínu osfvr... þetta venjulega bara.

En síðan féll ég í djúpan svefn og fór að dreyma.

Ég var stattur í e-h partýi, það voru nokkrir af mínum vinum þarna og síðan eitthvað af ókunnugu fólki. Þetta fólk var útlendingar og það var talað ensku í partýinu. Þarna var frekar sæt stelpa sem mér leist vel á. Hún var lítil og fáranlega sexý, með rass sem mig langaði að borða og alles. Fólk var að spjalla um heima og geima og ég komst að því að fólkið var frá Tékklandi og ég var staddur í Tékklandi Ætli það hafi ekki komið frá þeirri hugmynd að ég verði staðsettur þar næsta vetur! En já.... Síðan á eftir á var farið á eitthvað útileikhús, allir fóru saman og ég fann að það voru straumar milli mín og sætu stelpunnar.

Eftir góða stund þá voru allir komnir í sitthvor áttina, nema ég og sæta stelpann. Við fórum eitthvað að kyssast og knúsa hvort annað, rassin hennar var jafn girnilegur og hann leit út!
Stefnir í góðan blautan draum... en neeeeiiiii..... Við fórum aftur í íbúðina sem við höfðum verið í, það kom í ljós að hún bjó þar! Við stóðum fyrir framan hurðina og hún var að ná í lyklana þegar maður lappaði að okkur og talaði við stúlkuna á tékknesku. Maðurinn var dauðadrukkin og vafraði geðveikt. Eftir smá spjall við stelpuna þar sem ég var byrjaður og standa á milli þeirra þá tekur maðurinn liminn sinn út og fer að fróa sér! Fyrst sign!

Mér verður byllt við en stelpan kippir sér ekkert upp við þetta. Kallin bakkar og setur limin í brækurnar sínar og þá kemur helling af fólki og hann fer að reyna við einhverja stelpu. Ég og sæta stelpan förum inní íbúðina og ég spyr um þennan mann. Allt lýtur vel út, hún er foxý og ég geðveikt hrifin og með mikin losta! En þá segir hún mér að hún sé vændiskona og þetta var einn af hennar kúnnum. Síðan spjöllum við um stund um þetta og það kemur í ljós að hún er 17 ára og hefur verið að stunda vændi í 2 ár. Hún leit nú ekki á mig sem viðskiptavin. En það er oft þannig, þetta byrjar skemmtilega og síðan verður þetta að viðskiptum. Hann lappar út daginn eftir og skilur eftir pening. Hún sagði við mig að hún gerði þetta af þörf vegna þess að hún fær ekki almennilega vinnu nein staðar og hefur engin hús í að vernda.

Ég tek þessu rosalega skilningingsríkur og vil hjálpa henni að losan út úr þessu. Síðan sofnum við saman í rúminu þar ég held utan um hana án allra kynferðislegra hugsana! Hún reynir eitthvað en ég tek ekki á móti og við sofnum vært!


Ég vaknaði stuttu síðar... Hvað meirnaru! Afhverju þarf þessi stúlka að vera vændiskona og afhverju borga ég henni ekki bara og lýk mér af! Ahverju þarf ég að vera þessi skilningríki plebbi sem fær aldrei neitt! AAAAARRRRGGGHHHHHH!!!!!

Hver dreymir svona drauma aðrir en eitthvað klikk menn!

28 apríl, 2003

Bíó

Nú þessari rómöðu kvikmyndahátíð búin og ég fór á þrjár myndir.

Fór fyrst á 28 days later, leikstjórinn var Danny Boyle sá sami og gerði Trainspotting. Nokkuð góð mynd, með rosalegri byrjun en fer í frekar miklar klisjur. En myndatakan og spennan í myndinni var mikil! Mæli með henni.

Síðan fór ég á Spider þar sem leikstjórinn var David Cronenberg. Alls ekki venjuleg Cronenberg mynd. Hæg, mannleg mynd. Augljóslega gerð eftir bók og það hefur verið fylgt bókinni vel eftir. Ralph Fiennes var góður í hlutverki Spiders (hægur og hæfilega geðveikur) en senuþjófurinn er leikonann Miranda Richardson sem lék móðurina og dræsuna sem dró Föður Spiders á tálar. Var alger umskiptingur þegar hún lék þessi tvö hlutverk. Nokkuð góð mynd en ekki búast við miklu hasar!

Bowling for Columbine e. Michael Moore. Þessi mynd var nokkuð góð, ég veit nú ekki hvort hún sýni rétta mynd af þessu og akadmían í mér fannst vanta vitnun í fleiri rannsóknir. Hún var mjög skemmtileg á köflun og atriðið frá Colubine háskólanum þar sem blandað var saman símtölum í neyðarlínuna, myndum frá örygismyndavélum í skólanum og tónlist undir... er rosalegt. Það er mjög átakanlegt að horfa, hlusta og finna það sem er að gerast þarna á skjánum. Mæli hiklaust með þessari mynd, engin verður svektur af henni!

23 apríl, 2003

Frelsi

Annar páfagaukurinn minn lést á föstudaginn Langa. Þá var hann búin að vera týndur í 4 daga. Hann slapp út úr heimilinu mínu og flögraði og lifði í borginni í 4 daga áður en hann var orðin það aðframkomin að fjölskylda fann hann og hugsaði um hann í nokkra klukkutíma og svo dó hann. Blessuð sé minning hans Cimone´s.

En um dauðann hans ætla ég ekki að ræða mikið um hér, heldur langar mig að tala um það frelsi sem hann upplifði í þessa fjóra daga. Þetta var fugl sem var alger raggeit. Þorði ekki neinu, þegar maður opnaði búrið þá fór hann síðastur út og var frekar klaufskur og forðaðist mann eins og heitan eldinn. En í fjóra daga flaug hann, frá Grafarvoginum uppi Bústaðarhverfið. Síðan þegar hann var tekin af fólkinu inn í húsið þá goggaði hann í fingurna á því, lenti á puttanum osfrv.

Hann var frjáls í þessa fjóra daga. Jú allir vissu að hann mundi deyja þar sem hann kann öruglega ekki að finna sér mat og lofstlagið hér er ekki gott fyrir Gára. En í þessa fjóra daga var þetta líf þar sem hann stjórnaði sér sjálfur, hann var ekki læstur í búri þar sem einnhver skamtaði honum mat.

Við eigum gæludýr, við mennirnir, við setjum þau í búr, við eigum þau. Afhverju eigum við þau? Af einhverri þrá til þess að hafa lifandi dýr í kringum okkur? Til að finna fyrir návist einvhers? Ég veit ekki. En ég held að þetta sé tegund af fangelsi, gæludýrinn verða háð okkur. Við stjórnum hegðun þess, við læsum þau inni, við refsum þeim ef þau hegða sér illa. Er þetta eitthvað sem við ættum að hafa?

Nú var gerð áras til þess að gefa Írökum frelsi... eigum við ekki að gera það sama við dýr í búrum?

15 apríl, 2003

Síða hárið mitt

Ég er komin með hundleið á því. Ég sinni því lítið sem ekkert, greiði því sjaldan og það er langt síðan að ég fór í klippingu. Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá sagði ég opinberlega að ég ætlaði að fara í klippingu milli jól og nýárs. En ekkert varð úr því... afhverju?

Jú það er nefnilega málið að ég er móti staðalmyndum. Ég fíla ekki þegar fullorðirnir benda á það að sítt hár er skítugt hár (nema hjá kvennmönnum), að krakkar taki því sem eðlilegu að karlmenn eigi að vera með sítt hár og allir karlmenn sem eru með sítt hár eru kallaðir stelpur. Þess vegna kemur einhver þvermóðska í mér þegar fólk minnist á það að ég ætti að fara í klippingu. Þá fer ég að hugsa "Jahá... hva... fílaru ekki karlmenn með sítt hár? Er það svo? Jáhá.. ég verð þá bara með sítt hár til þess að pirra þig".

En nú er það svo komið að ég verð að fara í klippingu, hárið mitt er slitið og ég þarf að minnsta kosti að særa það... en þá fer maður að hugsa. Kannski ætti ég bara að fara í klippingu og láta þetta fjúka. Maður er komin með leið á því og maður þarf ekki á þessari hækju að halda.

Hvað á ég að gera?

14 apríl, 2003

Ég er orðin GAMALL!

Já... ég komst að þessu að ég er ekki lengur álitin vera ungur maður (þ.e.a.s ég álit mig ekki lengur ungan mann).

Ég skellti mér á Scooter tónleikana á föstudaginn. Ástæðan fyrir því að ég fór er ekki vegna þess að tónlistin er snilld, heldur er ástæðan sú að mér finnst rosalega gaman á tónleikum! Mannþrönginn, fílingurinn, dansinn, læv performanse osfrv. Á þessum tónleikum ætlaði ég að reyna að dansa sem mest, vegna þess að mér finnst mjög gaman að dansa. Ég mundi segja að ég væri ekki góður dansari en ég "gef" mig allan í dansinn. Ég læt allt flakka, hreyfi alla skanka og hoppa mikið (stuðmannahopið er í miklu uppáhaldi). En já....

Ég mætti á tónleikina og húkkaði upp við nokkra vini og leit yfir hópinn "the attack of the teenagers" Gvöð hvað fólkið var ungt og lítið. Eina fólkið sem hafði mætt svona snemma, voru í stæði og á mínum aldri var annað hvort barnafólk eða karlmenn (að reyna við 14 píur m.ö.o Pervertar). Og þar sem ég er ekki fyrri hópnum, þá hlýt ég að vera í seinni... hmmm.... vona ekki.....

En það rættist út úr þessu síðar þegar fólk fór að mæta og þegar Scooter fór að spila þá þjappaðist hópurinn mikið og "the attack of the teenagers" var ekki eins áberandi. Ég reyndi að dansa í smá tíma í mannþrönginn en það gekk ekki neitt... fólk að troðast, fólk að ýta osfrv. Þannig að ég ákvað að troða mér eins framarlega og ég gæti, tók einn vin minn með mér. Það var nokkuð gaman, var í svona þriðju röð og dvaldi þar í nokkur lög.

En ég fór þaðan og ætlaði að skella mér á klósettið og þá kom leiðindinn, troðningur og læti, reykingarlykt, svitalykt, fólk að æla, fólk drukkið osfrv. Og þá er ég orðin gamall. Ég nennti þessu ekki... mér langaði að sitja og slappa af. Hvíla lúin bein osfrv.

En ég fór ekki að hvíla mig fyrr en um sjö um morguninn en það er auðvitað önnur saga.

10 apríl, 2003

Ég mæli með!

Að allir skelli sér í á bíó, réttara og sagt á 101 kvikmyndahátíð. Það er hægt að lesa um dagskrána og hvaða myndir eru sýndar á þessar síðu.

Síðan var ég að heyra það að það er hægt að kaupa miða á 6 sýningar á 3000 kr. Ég ætla að skella mér á einn miða og ég vil endilega fá aðra til að gera þess sama.

Þær myndir sem ég hef á áhuga á að sjá eru

Bowling for colombine - mynd eftir Micheal Moore (sjá hérna fyrir neðan)
28 days later mynd eftir Dany Boyle og fjallar um það þegar vírus herjar á mannkynið og breytir því í uppvakninga!
Spider mynd eftir David Cronenberg, þann mikla snilling.

Aðrar myndir sem vekja áhuga eru
Gamle Mænd í nye biler - sem er forsaga myndarinnar I Kina spise de hunde sem var hrein snilld.
NAQOYQATSI - hef ekki hugmynd um hvað þetta er... en hún vekur áhuga minn!

Síðan er öruglega eitthvað sem ég get horft á!

Mæli með þessu!

02 apríl, 2003

Auglýsing!

Já nú ætla ég að auglýsa! Vitið þið hver Micheal Moore er? Nú ef ekki þá mæli ég hiklaust með bókinni sem hann hefur gefið út, hún heitir Stupid White men og er mjög góð. Ef einhver hefur áhuga á henni þá get ég lánað honum hana.

En Micheal Moore var að gera garðin frægan fyrir nokkru þegar hann vann óskarsverðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina. Hef nú ekki séð myndina en langar til þess að gera það... vonandi kemur hún í bíó.

En ég var að lesa það að hann væri að gera nýja heimildarmynd sem fjallar um tengsl Bush fjölskylduna og Bush! En ég sel það ekki dýrar en ég keypti það!

Það er gott að vita að það eru rebells í heiminum :D