Ég er orðin GAMALL!
Já... ég komst að þessu að ég er ekki lengur álitin vera ungur maður (þ.e.a.s ég álit mig ekki lengur ungan mann).
Ég skellti mér á Scooter tónleikana á föstudaginn. Ástæðan fyrir því að ég fór er ekki vegna þess að tónlistin er snilld, heldur er ástæðan sú að mér finnst rosalega gaman á tónleikum! Mannþrönginn, fílingurinn, dansinn, læv performanse osfrv. Á þessum tónleikum ætlaði ég að reyna að dansa sem mest, vegna þess að mér finnst mjög gaman að dansa. Ég mundi segja að ég væri ekki góður dansari en ég "gef" mig allan í dansinn. Ég læt allt flakka, hreyfi alla skanka og hoppa mikið (stuðmannahopið er í miklu uppáhaldi). En já....
Ég mætti á tónleikina og húkkaði upp við nokkra vini og leit yfir hópinn "the attack of the teenagers" Gvöð hvað fólkið var ungt og lítið. Eina fólkið sem hafði mætt svona snemma, voru í stæði og á mínum aldri var annað hvort barnafólk eða karlmenn (að reyna við 14 píur m.ö.o Pervertar). Og þar sem ég er ekki fyrri hópnum, þá hlýt ég að vera í seinni... hmmm.... vona ekki.....
En það rættist út úr þessu síðar þegar fólk fór að mæta og þegar Scooter fór að spila þá þjappaðist hópurinn mikið og "the attack of the teenagers" var ekki eins áberandi. Ég reyndi að dansa í smá tíma í mannþrönginn en það gekk ekki neitt... fólk að troðast, fólk að ýta osfrv. Þannig að ég ákvað að troða mér eins framarlega og ég gæti, tók einn vin minn með mér. Það var nokkuð gaman, var í svona þriðju röð og dvaldi þar í nokkur lög.
En ég fór þaðan og ætlaði að skella mér á klósettið og þá kom leiðindinn, troðningur og læti, reykingarlykt, svitalykt, fólk að æla, fólk drukkið osfrv. Og þá er ég orðin gamall. Ég nennti þessu ekki... mér langaði að sitja og slappa af. Hvíla lúin bein osfrv.
En ég fór ekki að hvíla mig fyrr en um sjö um morguninn en það er auðvitað önnur saga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli