Bíó
Nú þessari rómöðu kvikmyndahátíð búin og ég fór á þrjár myndir.
Fór fyrst á 28 days later, leikstjórinn var Danny Boyle sá sami og gerði Trainspotting. Nokkuð góð mynd, með rosalegri byrjun en fer í frekar miklar klisjur. En myndatakan og spennan í myndinni var mikil! Mæli með henni.
Síðan fór ég á Spider þar sem leikstjórinn var David Cronenberg. Alls ekki venjuleg Cronenberg mynd. Hæg, mannleg mynd. Augljóslega gerð eftir bók og það hefur verið fylgt bókinni vel eftir. Ralph Fiennes var góður í hlutverki Spiders (hægur og hæfilega geðveikur) en senuþjófurinn er leikonann Miranda Richardson sem lék móðurina og dræsuna sem dró Föður Spiders á tálar. Var alger umskiptingur þegar hún lék þessi tvö hlutverk. Nokkuð góð mynd en ekki búast við miklu hasar!
Bowling for Columbine e. Michael Moore. Þessi mynd var nokkuð góð, ég veit nú ekki hvort hún sýni rétta mynd af þessu og akadmían í mér fannst vanta vitnun í fleiri rannsóknir. Hún var mjög skemmtileg á köflun og atriðið frá Colubine háskólanum þar sem blandað var saman símtölum í neyðarlínuna, myndum frá örygismyndavélum í skólanum og tónlist undir... er rosalegt. Það er mjög átakanlegt að horfa, hlusta og finna það sem er að gerast þarna á skjánum. Mæli hiklaust með þessari mynd, engin verður svektur af henni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli