Síða hárið mitt
Ég er komin með hundleið á því. Ég sinni því lítið sem ekkert, greiði því sjaldan og það er langt síðan að ég fór í klippingu. Fyrir nokkrum mánuðum síðan þá sagði ég opinberlega að ég ætlaði að fara í klippingu milli jól og nýárs. En ekkert varð úr því... afhverju?
Jú það er nefnilega málið að ég er móti staðalmyndum. Ég fíla ekki þegar fullorðirnir benda á það að sítt hár er skítugt hár (nema hjá kvennmönnum), að krakkar taki því sem eðlilegu að karlmenn eigi að vera með sítt hár og allir karlmenn sem eru með sítt hár eru kallaðir stelpur. Þess vegna kemur einhver þvermóðska í mér þegar fólk minnist á það að ég ætti að fara í klippingu. Þá fer ég að hugsa "Jahá... hva... fílaru ekki karlmenn með sítt hár? Er það svo? Jáhá.. ég verð þá bara með sítt hár til þess að pirra þig".
En nú er það svo komið að ég verð að fara í klippingu, hárið mitt er slitið og ég þarf að minnsta kosti að særa það... en þá fer maður að hugsa. Kannski ætti ég bara að fara í klippingu og láta þetta fjúka. Maður er komin með leið á því og maður þarf ekki á þessari hækju að halda.
Hvað á ég að gera?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli