23 apríl, 2003

Frelsi

Annar páfagaukurinn minn lést á föstudaginn Langa. Þá var hann búin að vera týndur í 4 daga. Hann slapp út úr heimilinu mínu og flögraði og lifði í borginni í 4 daga áður en hann var orðin það aðframkomin að fjölskylda fann hann og hugsaði um hann í nokkra klukkutíma og svo dó hann. Blessuð sé minning hans Cimone´s.

En um dauðann hans ætla ég ekki að ræða mikið um hér, heldur langar mig að tala um það frelsi sem hann upplifði í þessa fjóra daga. Þetta var fugl sem var alger raggeit. Þorði ekki neinu, þegar maður opnaði búrið þá fór hann síðastur út og var frekar klaufskur og forðaðist mann eins og heitan eldinn. En í fjóra daga flaug hann, frá Grafarvoginum uppi Bústaðarhverfið. Síðan þegar hann var tekin af fólkinu inn í húsið þá goggaði hann í fingurna á því, lenti á puttanum osfrv.

Hann var frjáls í þessa fjóra daga. Jú allir vissu að hann mundi deyja þar sem hann kann öruglega ekki að finna sér mat og lofstlagið hér er ekki gott fyrir Gára. En í þessa fjóra daga var þetta líf þar sem hann stjórnaði sér sjálfur, hann var ekki læstur í búri þar sem einnhver skamtaði honum mat.

Við eigum gæludýr, við mennirnir, við setjum þau í búr, við eigum þau. Afhverju eigum við þau? Af einhverri þrá til þess að hafa lifandi dýr í kringum okkur? Til að finna fyrir návist einvhers? Ég veit ekki. En ég held að þetta sé tegund af fangelsi, gæludýrinn verða háð okkur. Við stjórnum hegðun þess, við læsum þau inni, við refsum þeim ef þau hegða sér illa. Er þetta eitthvað sem við ættum að hafa?

Nú var gerð áras til þess að gefa Írökum frelsi... eigum við ekki að gera það sama við dýr í búrum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli