30 desember, 2005

Síðasti...

Síðasti pósturinn

Ég hugsa að þetta verði síðasti pósturinn sem ég skrifa...

.. á þessu ári og í vinnunni.

Já í dag er síðasti dagurinn í vinnunni minni. Hef unnið hjá Lánstrausti hf í rúm þrjú ár. Já ég byrjaði hjá Lt í okt 2002. Líkaði mjög vel í þessari vinnu og mun sakna hennar.

Nýtt ár er að ganga í garð. Á þessu ári voru nokkrir markverðir atburðir og auðvitað þarf maður að gera lista yfir þá.

1. (ritskoðað)
2. (ritskoðað)
3. Síða hárið fauk og skeggið með því. Hef ekki séð eftir því á neinn hátt.
4. Loksins var farið á höfðaströnd í Jökulfjörðum með ömmu. Frábær ferð í alla staði en heldur stutt.
5. Nurnberg ferðalagið. Á allan hátt mjög skemmtilegt ferðalag.
6. Uzbekistan Fiaskóið. Sjit hvað það var mikið bull.
7. U2 tónleikarnir - loksins sá maður goðin. Nú er bara spurning hvenær maður fer aftur.

Hugsa að það bætist við einn atburður, kveðjugjöf Lánstraustar.. maður er alveg hrærður.

22 desember, 2005

Beta Rokk

Beta Rokk


Var inná kaffistofu áðan að hlusta á umræður um sjónvarpsþátt Gilzanagger og hina stelpuna.. þarna.. þið vitið.. ení vei..

Umræðurnar fjölluðu um hvað það væri auðvelt að vera frægur á Íslandi og maður þurfti ekki að gera neitt til þess að vera frægur. Það var þá minnst á hana Betu Rokk og var sagt að hún hafi verið fræg fyrir ekki neitt.

Maður hefur svo sem heyrt þetta áður. Verið mikið neikvætt rætt um þá stúlku. Ég ætla að leyfa mér að fjalla aðeins um hana og reyna að segja mitt álit af hverju hún hafi ekki verið fræg bara fyrir ekki neitt og jafnvel að reyna að rökstyðja það. Ég held að betra væri að nota orðið "þekkt" en þar sem það er alltaf sagt orðið fræg í tengslum við hana þá ætla ég að halda því.

Hún Beta varð "fræg" fyrir að vera í hljómsveit sem hét " Á túr", hún var frægur bloggari, gaf síðan út bók og var í útvarpþætti með honum Sigurjóni Kjartanssyni eftir að Jón Gnarr hætti og áður en hann fór í þátt með Dr. Gunna (ef mig minnir rétt).

Hvað gerði hana fræga? Af hverju fékk hún tækifæri á að gefa út bók? Ég held að hún hafi verið ein af þeim fyrstu sem byrjuðu að skapa sér persónu sem hún sýndi síðan í fjölmiðlum og í gegnum bloggið sitt. Hún var, að sögn, frekar berorð á blogginu sínu og það ásamt því að vera í hljómsveit þá voru tekin viðtöl við hana. Þar sem hún lét þessa sköpuðu persónu tala (þessa Betu Rokk). Þar lét hún allt flakka og annað hvort var fólk hneykslað eða það hló dátt að þessu. En alveg sama hvað þá hafði fólk skoðanir á því. Hún hefur hæfileika á ritsviðinu sem sést á bloggsíðunni hennar. Maður á auðvelt að með komast inn í hugarheim hennar, sýnir manni hugarheim sem sjaldan er settur niður á blað. Þannig að einhver ákvað að gefa henni tækifæri á því að gefa út bók.

En ég held að þetta umtal og þessi frægð hafi kannski gerst of hratt. Hún nýtti sér hana, skiljanlega, en kannski á köflum þá hafi hún tekið ákvarðanir sem voru ekki góðar (útvarpsþátturinn með Sigurjóni er gott dæmi.. þar sem hún var 100% aukahlutur á móti Sigurjóni). En anívei...

Hún Beta Rokk var persóna sem var sköpuð af Elísabetu. Að mínu áliti þá er hún að vissu leyti frumkvöðull á Íslandi með þessa aðgerð. Sem margir hafa nýtt sér. Gilzinagger, Silvía Nótt eru dæmi sem við erum að horfá á í dag. Býr til berorðan karakter sem er ýktur og þetta hefur virkað nokkuð vel.

21 desember, 2005

Muggison

Tónlist

Er búin að skrifa tvo pistla en setti þá báða í bið. Var ekki ánægður með þá en kannski birti ég þá seinna, þegar maður hefur lagað þá til.

En langaði að láta ykkur vita hvað er hæst á gæsahúðaskalanum þessa dagana.

Það er lagið ljósvíkingur eftir Mugison/Hjálma.

Snilldar lag.

20 desember, 2005

Eitthvað

And now for something completely diferent....

Hef ekki hugmynd um jólagjafir.. hvað vil ég.. hvað vil ég gefa? Hugsaði um gamla dótið.. og fann ekkert.. vildi ekki vekja öfund og leiðindi.. fúlt mar.. hausinn á mér er stundum of stór..

ég hugsa of mikið.. held að ég sé búin að finna einhverjar jólagjafir.. pabbi og mamma.. hún er líka alltaf sú sama.. systir.. það er nú meira bullið.. fann góða jólagjöf handa HB en hann var of ungur.. frekar fúlt... soldið karlrembuleg en var flott..

brói.. get alltaf gefið honum einhverjar dvd myndir.. hlýt að finna eitthvað sem hann á ekki fyrir...

stundum langar mig að standa á haus og drekka vatn í leiðinni.. hef heyrt að það eigi að lækna hiksta.. held að það sé bölvað bull en hvað veit maður.. ég hef allavega ekki prófað þessa aðferð.. sérstaklega þar sem ég kann ekki að standa á haus... 7 vinnudagar eftir í LT. ... þá kemur nokkrir dagar í undirbúning fyrir ferðina miklu.. ætla reyna koma mér í sjálfboðavinnu í gamla leikskólanum mínum.. spurning hvort að það sé hægt.. vonandi.. missti af muggison-trabant-hjálmar tónleikunum.. langaði á þá.. fúlt..

king kong var góð.. fílaði hana.. væri jafnvel til í að sjá hana aftur..

var að selja eitt spil í vinnunni.. til stelpu sem er mjög heillandi.. hélt einu sinni að hún væri að reyna við mig.. hugsa að það hafi verið misskilningur.. eða ég hafi bara verið svona óheillandi þegar leið á.. en það er langt síðan.. örugglega um tvö ár... sjit hvað tíminn líður hratt..

Hann Bjössi sagði í jólaboðinu að við höfðum gert þetta í 13 ár.. sjit... man ekki eftir fyrsta skiptinu.. ef það er rétt sem Bjössi segir.. þarf eiginlega að sjá myndbandið sem var tekið upp.. þar sem ég var enn í mútum..

nostalgían... en núna var þetta jólaboð vel heppnað.. fyrir utan að kveikja í Leif og Bjössa.. varð of stressaður á tímabili.. my bad.. en talandi um jól.. þessi jól verða krakklaus.. bara gamla settið og brói.. verður sérstök upplifun.. maður fær örugglega ekki að opna pakka á undan matnum og það er alltaf fúlt.. á eftir að sakna barnanna.

12 desember, 2005

Harry Potter

Harry Potter er snilld

Um helgina þá var í hópi fólks og talið barst að Harry Potter. Fólk fór að fussa og hneykslast yfir honum og lýsa því yfir að það skildi þetta ekki. Sagði að það væri ekkert frumlegt í þessum bókmenntum og margar bækur væru betri. Ég reyndi að malda eitthvað í móinn en var ekkert að segja neitt kröftugt við því. Leyfði fólki bara að röfla um þetta ef það vildi.

En þar sem ég á blogg síðu og það er akkúrat fullkomin staður fyrir að reyna svara svona athugasemdum. Eins og þetta dæmi sýnir

Fólk sagði (og auðvitað er þetta staðfært)
"ég skil ekki af hverju börn eru að falla fyrir þessu". Svar: Ég skil ekki af hverju fólk fer í messur.. en það gerir það samt.. kannski er bara gott að fólk hafi mismunandi smekk.

"Það er ekkert frumlegt við þessar bækur, Dumbledore er eins og Gandalfur" Svar: Já það er rétt að að Dumbledore er eins og Gandalfur og Harry Potter er dæmigerður "hin útvaldi" sem kemur fram í flest öllum fantasíu bókmenntum. En frumlegheitin eru ekki því heldur hvernig Rowling blandar algengum sögum og mýtum saman. Hver kannast ekki við leiðinleg stjórnmál og vinsældarpólitík.. en í hvaða fantasíubókmenntum er fjallað um galdraráðherrann og talað um að það sé verið að staðla alla galdra og notkun þeirra. Hver hefur lesið um skriffinnsku í galdraheimi?
Hver hefur ekki heyrt talað um nornin á kústsköftum? En hverjum hefur dottið í hug að byggja upp íþrótt sem byggist á því?
Síðan má ekki gleyma því að jú hann Dumbledore er mjög líkur Gandalfi hinum gráa í útliti en hegðun hans er ólík. Hann gerir mistök og segir stundum tóma þvælu (og getið ímyndað ykkur hvort að það eina sem Gandalfur óskar sér að vera með fleiri sokka?)

"Þetta er bara dæmigerð fantasía og það eru margar betri heldur en þessi" Svar: Betri er auðvitað smekksatriði, en við skulum ekki fara nánar út í það hér. Málið er að það Harry Potter er ekki dæmigerð fantasía. ég mundi frekar segja að Harry Potter eru "fimm Bækur" þessara kynslóðar. Í hefðbundnum fantasíum þá er búin til heimur, annar heimur og sagan gerist þar. Þar eru önnur landanöfn og konungar og keisarar ráða ríkjum. En í H.P þá gerist sagan í okkar heimi. Það er verið að tala um England, Rúmeníu, Frakkland. Það er farið í frekar dæmigerðan breskan skóla og kennt galdra með hefðbundnu sniði. Sögupersónurnar þurfa að kljást við hefðbundin vandamál (s.s unglingabólur, prófkvíða, vinarslit, ástir o.s.frv.). Ég hef lesið margar fantasíubókmenntir og ég held að ég geti sagt að það hafi aldrei verið fjallað um prófkvíða í þeim.

"En...." Svar: Og nú í þessum nútíma er alltaf verið að kvarta yfir því hvað börn lesi lítið. Hvað börn eyði öllum sínum tíma í tölvur og vídeo. Er þá hægt að kvarta yfir því að níu ára gömul börn leggist í að lesa 700 bls doðranta. Ekki bara einn heldur þrjá! Eigum við ekki bara að fagna því og styðja það í stað þess að nöldra yfir því? Fagna því að hún J.K. Rowling hafi skapað heim sem miljónir barna og fullorðna dást að?

08 desember, 2005

Hjálpum þeim

Hjálpum þeim
Þeir eru svo miklir aumingjar


Þessa dagana heyrist lag í útvarpinu. Lag sem margir kannast við. Lag sem var útsett fyrst (svo að ég viti til) 1986 til þess að safna fyrir hungursneyð í Eþíópíu. Nú tæpum 20 árum síðar þá hefur verið safnað öðrum hópi manna og nú er verið að safna fyrir fórnarlömbum jarðskjálfta í Pakistan.

Mér finnst þetta skemmtilegt lag og syng með því hástöfum ef ég heyri það og er einn í bílnum. Syng nú ekki textann sem fylgir með laginu heldur breyti honum aðeins eftir því hvernig ég upplifi hann.

Finnst textinn og hvað þá myndbandið svo úrelt að það hálfa væri nóg. Hungurklám af verstu sort.. það sem er verið að koma okkur til þess að vorkenna þessum aumingjum þarna út í löndum svo við hendum einhverjum þúsund köllum í þau.

Af hverju er textinn hörmung? Og af hverju er myndbandið hræðilegt? Nú í textanum kemur fram "birtast myndir". Það birtast ekki myndir af svörtum nöktum börnum í sambandi við Pakistan. Heldur birtist myndir af fólki í tjöldum sem er hrakið, út af kulda og trekk. Það hefur víst ekki verið talið nógu "söluvænt". Það er talað um Jesú Krist og að hann geti leitt mannkynið. Pakistanar eru Múslimstrúaðir.

Síðan má ekki gleyma því að spurningunni "af hverju er Pakistan í svona miklum vanda"? hvers vegna er land sem er með kjarnorkuáætlun og öflugan her að biðla til heimsins um að við hjálpum þeim? Þeir hafa nægan pening til þess að halda úti kjarnorkuvopnum og her. Hví gengur ekki að hafa nauðsynjar fyrir íbúa landsins?

Síðan má ekki gleyma því að þessi peningar fara í hjálparstofnun kirkjunnar. Sem halda úti gott starf en oft mjög kristintrúar miðað. Stofna skóla í t.d Simbabve sem er eiginlega hálfgerður biblíu skóli. Það finnst mér alger hræsni. Hjálpum öðrum og troðum í þá boðskap í leiðinni.

En þetta gerir víst gott... við hérna á vestrænu löndunum getum linað samvisku okkar í nokkra stund. Erum búin að bjarga þeim.. jeeee.....

06 desember, 2005

Veikindi

Veikindi

Enn einn dagurinn í veikindi. Urrr... ég nenni þessu ekki. Núna er það dettifossa nefrensli og hálsinn í kássu. Vaknaði upp um fimm leytið með beinverki, lá upp í rúm og vorkenndi sjálfum mér þangað til vekjaraklukkan hringdi um sjö leytið. Ætlaði að vera voða duglegur og fara í sturtu og solleiðis en slökkti á vekjaranum og tók eina íbúfen og lagðist aftur.

STEIN SOFNAÐI.

vaknaði klukkan hálf tólf og tiltörulega hress. Koddin fullur af hori og slefi og ég ekki búin að láta vita af mér í vinnunni. Hringdi í yfirmanninn og hann sagðist hafa grunað þetta (sem ég veit enn ekki hvort að sé góður eða slæmur hlutur).

Nú er ég hressari. Er svangur og enn með nokkuð mikið nefrensli. En komin á ról.

01 desember, 2005

Afmæli Afa Inga

Afmæli Afa og aðrar pælingar

Fór í afmælið hjá Afa Inga í gær. Kallinn varð 75 ára og ég kíkti í kaffi til hans. Ég bjóst við því að ég mundi vera þarna til svona hálf níu - níu en raunin var sú að ég kom út klukkan hálf ellefu. Var með foreldrunum mínum (gamla settinu) og vildi auðvitað fá far hjá þeim. En ég skemmti mér konunglega í þessu litla kaffiboði. Það var skiljanlega mikið spjallað og það var mjög skemmtilegt. Kannski er maður komin með einhvern þroska sem leyfir manni að njóta þess betur.

Auðvitað voru margir að rifja upp gamla tíma. Minnast þess að þegar í 4 hæða byggingu, í einum stigagangi bjuggu 44 börn undir fermingar aldri (átta íbúðir). Þegar öll systkini pabba (voru 5 börn) fengu saman jólagjöf frá foreldrum sínum. Þegar ég var á þessum aldri þá hugsa ég að ég hefði hneyklast og orðið sár. Nútiminn upplifi ég sem mun verri í þessum efnum. Það vantar ekki peninginn á milli handana hjá fólki og auðvitað finna börnin fyrir því. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort að það sé gott eða slæmt.. sveiflast oft á milli.