24 október, 2008

Að dansa í rúmi er góð skemmtun

Í gærmorgun vaknaði ég óvenju snemma. Ég stillti símann minn og lagði hann út í glugga svo ég neyddist til að fara fram úr til að slökkva á honum. Ýtti á blund takkann og fór síðan aftur í rúmið. En 10 mínútum síðar þá þurfti ég að leika sama leikinn. Svo að ég var vaknaður, heilum klukkutíma áður en ég átti að mæta í vinnu. Ég setti græjurnar í gang og skrapp í sturtu. Eftir sturtuna þá var ég kominn í ágætt stuð og það var komið gott lag í hljómtækin svo ég fór eitthvað að dilla mér. Hoppaði síðan upp í rúmið og tók nokkur dansspor á því við þetta lag.



Það endaði með því að ég skekkt járngrindina undir rúminu mjög vel, svo nú er rúmið komið svona með 40 gráðu halla. Ég held að þetta rúm hafi ekki verið byggt með það í huga að 100 kílóa karlmaður fari að hoppa eins og vitleysingur á því.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli